Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Frá Hvammstanga. Mynd:FE
Frá Hvammstanga. Mynd:FE
Í auglýsingu á vef Húnaþings vestra frá nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga er óskað eftir ábendingum og tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Húnaþings vestra 2019.
 
Í tilkynningunni segir að með umhverfisviðurkenningum vilji nefndin, sem er skipuð af sveitarstjórn Húnaþings vestra, vekja athygli á því sem vel er gert í sveitarfélaginu hvað varðar hirðingu og frágang lóða, snyrtilega sveitarbæi og atvinnulóðir. Einnig megi benda á önnur svæði eða einstaklinga/hópa sem skilið ættu viðurkenningu. 
 
Umhverfisviðurkenningar eru veittar árlega í Húnaþing vestra, þeim aðilum sem þótt hafa til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna, eins og segir á vef sveitarfélagsins. Nefnd vegna umhverfisviðurkenninga er skipuð af sveitarstjórn og heldur nefndin utan um valið ásamt umhverfisstjóra.
 
Þeir sem vilja koma ábendingum á framfæri eru beðnir að senda tölvupóst á netfangið;  umhverfisstjori@hunathing.is eða hringja á skrifstofu Húnaþings í síma 455-2400, fyrir 25. júlí nk.
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir