Úrslit úr opnu íþróttamóti Þyts

Þá er lokið opnu íþróttamóti Þyts sem haldið var um helgina á Kirkjuhvammsvelli við Hvammstanga. Samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum í 1. flokki var Ísólfur Líndal og var hann einnig stigahæsti knapi mótsins. Samanlagður fimmgangssigurvegari í 1. flokki var Jóhann Magnússon.

Samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum ungmenna var Jónína Lilja Pálmadóttir, í fjórgangsgreinum unglinga Birna Olivia Ödqvist og í fjórgangsgreinum barna Karítas Aradóttir. Önnur úrslit mótsins, ásamt myndum af öllum sigurvegurum er að finna á vef Hestamannafélagsins Þyts.

 

Fleiri fréttir