Úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 11. júní sl. var lögð fram tillaga að úthlutun ú Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Auglýst var eftir umsóknum í maí sl. og rann umsóknarfrestur út þann 31. maí. Alls bárust fjórar umsóknir.

Lögð var fram tillaga að úthlutun til þriggja verkefna og hún samþykkt. Verkefnin eru:
Kristólína, verkefni: Vöruþróun og markaðssetning á afþreyingavörumerkinu Ráðgátur kr. 600.000.
Seal Travel, verkefni: Markaðssókn Seal Travel kr. 300.000.
Hestatannlæknirinn ehf, verkefni: Hestatannlæknirinn – Breytingar á atvinnuhúsnæði kr. 600.000.

Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu.  Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu. Áherslur sjóðsins lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi í Húnaþingi vestra. Styrkir sem veittir eru úr sjóðnum eru fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir