Útvarpsstöðin FM Trölli nær útsendingum sínum, stórum hluta í Skagafirði.

Hjónin Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir eigendur Hljóðsmárans ehf. MYND: Sigurður Ægisson
Hjónin Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir eigendur Hljóðsmárans ehf. MYND: Sigurður Ægisson

Mánudaginn 1. júlí, urðu þau tímamót í sögu FM Trölla að ræstur var sendir á Sauðárkróki, sem þjónar bænum og stórum hluta Skagafjarðar. Einnig nást útsendingar FM Trölla nú á Hofsósi. Útsendingin er á FM 103.7 MHz eins og á Siglufirði, Ólafsfirði og norðanverðum Eyjafirði.

Sendirinn á Sauðárkróki er fimmti sendirinn sem FM Trölli setur upp, en hinir fjórir eru á: Siglufirði, Ólafsfirði, Hrísey og Hvammstanga. Á Hvammstanga er tíðnin 102.5 MHz. Þeir sem einhverra hluta vegna ná ekki radíósendingum FM Trölla geta hlustað á vefsíðunni trolli.is.

Það er Hljóðsmárinn ehf sem á og rekur bæði útvarpsstöðina FM Trölla, og fréttavefinn Trölli.is Eigendur Hljóðsmárans ehf eru hjónin Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir, oft nefnd “Tröllahjónin”. FM Trölli hefur verið í loftinu í níu ár.

Eigendur FM Trölla eru mjög þakklát þeim sem stutt hafa við bakið á þeim vegna uppsetningar loftnetsins.

Skagfirðingar eru boðnir velkomnir í hlustendahóp FM Trölla.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir