Veita leyfi fyrir efnistöku úr landi Ytri-Kárastaða
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
17.01.2013
kl. 09.28
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til efnistöku úr námu í landi Ytri-Kárastaða á Vatnsnesi en umrædd náma er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014.
Tillagan var borin upp á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra í síðustu viku og samþykkt með sjö atkvæðum.
