Vestlægar áttir og smá væta

Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík kom saman til fundar sl. þriðjudag til að bera saman bækur sínar um veðurspá næsta mánaðar og yfirfara hvernig síðasta spá hefði gengið eftir. 14 félagar sóttu fundinn en auk þess fylgdust gestir frá RÚV með fundarstörfum og áttu menn góða stund við spjall og kaffidrykkju að því er segir í fréttatilkynningu frá Veðurklúbbnum.

Voru fundarmenn ánægðir með hvernig síðasta spá gekk eftir og fögnuðu því að sumarblíðan kom heldur fyrr en ráð var fyrir gert. 

„Tungl kviknaði 2. júlí í vestri kl 19:16.  Menn hafa tilfinningu fyrir því að áttir verði vestlægar og mánuðurinn verði heldur kaldur og búast má við smá vætu,“ segja Dalbæingar um veðurfar næsta mánaðar og senda góðar kveðjur til allra landsmanna með svohljóðandi veðurvísu:

Í júní sest ei sólin,
þá brosir blómafjöld.
Í júlí baggi er bundinn
og borðuð töðugjöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir