Víðidalsá í útboð fyrr en áformað var

Frá því er greint á veiðivef Mbl.is að Víðidalsá í Húnaþingi vestra sé á leið í útboð fyrir næsta veiðisumar. Þar kemur jafnframt fram að Veiðifélag Víðidalsár og Fitjár hafi náð samkomulagi við leigutakana um að ljúka samstarfinu eftir þetta sumar, þrátt fyrir að enn væru tvö ár eftir af samningstímanum.

Hér er Hallur Halldórsson með fyrsta laxinn úr Víðidalsá 2011 veiddur í Efri-Garði , 83 Cm hrygna tekinn á litla Hitch. Mynd: Lax-á .is

Veiðifélagið vonast eftir sterkum leiguaðila sem sé tilbúinn að koma að verkefninu af fullum krafti, en allt vatnasvæðis sem veiðifélagið hefur umsjón með, það er Víðidalsá, Fitljá og Hópið ferí útboð. Reiknað er með að verndunarsjónarmið fái aukið vægi í næsta samningu og lagt verði til að sleppa laxi í meira mæli en undanfarin ár.

Fleiri fréttir