Vilja að þjónusta við eftirlitsskylda starfsemi skuli innt af hendi af eftirlitsaðilum á Norðurlandi vestra

Á nýafstöðnu ársþingi SSNV voru samþykktar fjölmargar ályktanir sem tekur til ýmissa þátta í samfélagi sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Ein af þeim varðar starfsemi og þjónustu eftirlitsstofnana á svæðis- og landsvísu en þar vill SSNV leggja áherslu á að eftirlit og þjónusta við eftirlitsskylda starfsemi í landshlutanum skuli innt af hendi af Heilbrigðiseftirliti, Vinnueftirliti og öðrum eftirlitsaðilum á Norðurlandi vestra.

Þá segir í ályktuninni að jafnframt verði eftirlitsaðilum á Norðurlandi vestra falin önnur þau verkefni sem annast þarf á þeim vettvangi í stað þess að færa þau til miðlægra stofnanna sem oft hafa takmarkaða þekkingu á staðháttum og starfsemi á svæðinu. Brýnt er að samræma og samþætta eftirlitsstarfsemi til að draga úr heildarkostnaði við eftirlit og þeim kostnaði sem fellur á fyrirtæki og atvinnulíf.

Fleiri fréttir