Vilja göng undir þjóðveg 1
Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra þann 1. október sl. var rætt um nauðsyn þess að Vegagerðin láti gera undirgöng undir þjóðveg 1, þar sem umferð hefur aukist gríðarlega.
Að þessum sökum er mikil slysahætta og erfitt fyrir bændur þegar reka þarf búfé yfir þjóðveginn.