Vilja hraðahindrun á Norðurbraut
Byggðarráð Húnaþings vestra krefst þess á fundi sínum að hraðahindrun/gangabraut á Norðurbraut,norðan Hlíðarvegar, sem sýnd er á teikningum af breytingum á Hvammstangabraut/Norðurbraut verði hluti af þeim endurbótum sem nú er unnið að þrátt fyrir að umrædd hraðahindrun/gangbraut sé utan útboðsmarka.
Segir í fundargerð ráðsins að það sé skoðun byggðaráðs að uppsetning þessarar hraðahindrunar/gangbrautar sé veigamikið atriði í
því að ná fram lækkun á umferðarhraða og auknu umferðaröryggi. Auk þess væri gangbraut á umræddri hraðahindrun mikilvæg fyrir íbúa t.d. grunnskólabörn og íbúa í íbúðum aldraðra sem búa vestan Norðurbrautar.