Vinnustofa fyrir söfn, setur og sýningar

Vinnustofa um markaðs- og kynningarmál fyrir söfn, setur og sýningar verður haldin á Blönduósi mánudaginn  20. maí nk. og mun hún standa frá kl. 9.00-17:00.  Vinnustofan er hluti af áhersluverkefnum SSNV 2018/2019 á sviði ferðaþjónustu og er hún þátttakendum að kostnaðarlausu.

Guðrún Helga Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, hefur umsjón með vinnustofunni en hún hefur einnig komið að kennslu í þessum málaflokki í Háskóla Íslands. Í vinnustofunni mun Guðrún Helga fara yfir þær kynningarleiðir, sem hafa gagnast henni vel fyrir þau mismunandi söfn sem eru undir hatti Borgarsögusafnsins og hvernig þær leiðir geti hugsanlega nýst á þessu svæði. Þátttakendur deila sinni reynslu á þessu sviði og hlýtt verður á reynslusögur úr öðrum landshlutum, auk þess sem farið verður yfir samstarfsmöguleika aðila í þessum geira.Að lokum verða sett upp hagnýt dæmi sem þátttakendur geta nýtt sér í framhaldinu.

Hægt er að skrá sig á vinnustofuna á vef SSNV fyrir 10. maí. Skráning er bindandi  og er fjöldi þátttakenda takmarkaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir