Vonskuveður í uppsiglingu

Skjáskot af vef Veðurstofunnar
Skjáskot af vef Veðurstofunnar

Allt útlit er fyrir vonskuveður um stærstan hluta landsins næstu daga. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Miðhálendið og svæðið frá Vík í Mýrdal, vestur um og allt austur að Langanesi. Reiknað er með hvassri norðaustanátt með snjókomu um vestan- og  norðanvert landið frá morgundeginum og fram eftir miðvikudegi.

Appelsínugul viðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra gildir frá morgni þriðjudags og fram yfir hádegi á miðvikudag. Spáin fyrir svæðið er á þá leið að útlit er fyrir norðaustan og síðan norðan rok, jafnvel ofsaveður, (23 til 33 m/s) með talsverðri eða mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir