Lúsíur á ferð um Sauðárkrók á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Fréttir
12.12.2023
kl. 15.25
Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur í 6. bekk Árskóla á Sauðárkróki halda sína árlegu Lúsíuhátíð miðvikudaginn 13. desember og syngja Lúsíusöngva á ýmsum stöðum á Sauðárkróki. Nemendur hafa æft Lúsíusöngva af kappi undanfarið og þennan dag ætla þeir að gleðja bæjarbúa með hátíðlegum söng, klæddir Lúsíubúningum.
Meira