V-Húnavatnssýsla

Lúsíur á ferð um Sauðárkrók á morgun

Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur í 6. bekk Árskóla á Sauðárkróki halda sína árlegu Lúsíuhátíð miðvikudaginn 13. desember og syngja Lúsíusöngva á ýmsum stöðum á Sauðárkróki. Nemendur hafa æft Lúsíusöngva af kappi undanfarið og þennan dag ætla þeir að gleðja bæjarbúa með hátíðlegum söng, klæddir Lúsíubúningum.
Meira

Pössum upp á dýrin okkar um jólin

Nú eru innan við tvær vikur í jólin og þeim fylgir að á nánast hverju einasta heimili er að finna eins og eina jólastjörnu, lilju, túlípana og/eða greni hvort sem það er grenitré eða grein sem búið er að skreyta. Þessar vinsælu jólaplöntutegundir eru hins vegar ekki svo góðar fyrir heimiliskettina, ef svo skemmtilega vill til að þú eigir einn eða tvo eða kannski þrjá slíka. Þessar plöntur hafa, því miður, mis mikil eituráhrif á ketti ef þeir innbyrgða þær og geta jafnvel leitt til dauða. 
Meira

Viktor Kári vann sjöundu umferð í Vetrarmótaröðinni

Sjöunda umferð í Vetrarmótaröðinni hjá Pílufélagi Hvammstanga fór fram fimmtudaginn sl. og var spilaður KRIKKET leikur. Í kvöld, þriðjudaginn 12. des., fer svo fram áttunda umferð og verður gaman að sjá hver nær að vinna þá keppni en spilað verður 501 DIDO.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra frumsýnir Þyt í laufi

Síðustu vikur hefur Leikflokkur Húnaþings vestra verið að æfa leikritið Þytur í laufi- ævintýri við árbakkann. Leikstjóri er Greta Clough og er þetta fjórða barnaleikritið sem hún leikstýrir fyrir leikflokkinn en hún hefur komið að um 20 barnaleikritum í heild. Handritið var þýtt af Ingunni Snædal sem nýverið var valin í dómnefnd bókmenntaverðlauna Dyflinnar á Írlandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ingunn þýðir fyrir leikflokkinn en þýddi hún einnig handritið að Hér um bil Húnaþing sem leikflokkurinn sýndi 2017.
Meira

Vilja Snædísi Karen heim aftur

Á fundi Byggðaráðs Húnabyggðar sem haldinn var 7. desember sl. fer Byggðarráð Húnabyggðar á leit við Náttúrufræðistofnun Íslands um að sveitarfélagið fái til baka uppstoppað bjarnardýr sem fellt var 17. júní 2008 og var um árabil til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar, nú Húnabyggð. Húnabyggð er í mikilli uppbyggingu í ferðamálum og ósk þeirra um að fá bjarnardýrið til baka er mikilvægur þáttur í því að efla og setja styrkar stoðir undir ferðamannaiðnaðinn í sveitarfélaginu.
Meira

Vorvindar syngja á aðventunni

Miðvikudagskvöldið 13. desember klukkan 20:00 er boðið til kyrrðarstundar í Miklabæjarkirkju. Það er Skagfirski sönghópurinn Vorvindar glaðir sem bjóða til kyrrðarstundarinnar og er þetta í fimmta sinn sem þeir bjóða fólki uppá ljúf og róleg jólalög ásamt öðrum á aðventunni.
Meira

12 dagar til jóla

Jesúss minn hvað tíminn er fljótur að líða.... 12 dagar til jóla og stekkjastaur mætti í morgun með skógjafir. Vona bara að allir hafi munað eftir því að setja eitthvað í skóinn. Mér hefur tekist að gleyma þessu og mér hefur einnig tekist að vera degi á undan hehehe alveg merkilegt hvað þetta getur verið erfitt. En munum samt að staldra við og njóta:)
Meira

Aðgerðir gegn riðu - ný nálgun

MAST stendur fyrir upplýsingafundi um nýja nálgun við uppkominni riðu. Verður fundurinn í Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 13. desember kl. 13-14.30. Framsögur á fundinum verða frá Sigurborgu Daðadóttur yfirdýralækni og Eyþóri Einarssyni ráðunauti hjá RML. Að þeim loknum verða fyrirspurnir og umræður.
Meira

Fræðslufundir fyrir eldri borgara um svik á netinu

Lögreglan á Norðurlandi vestra stendur fyrir fræðslu víðsvegar í umdæminu þessa vikuna sem ætluð er fyrir eldri borgara og fjalla um svik á netinu. Sýnd verða dæmi af svikum og bent á leiðir til lausna. Það er Blönduósingurinn Ásdís Ýr Arnardóttir, sérfræðingur hjá embættinu, sem stýrir fræðslunni en fyrsti fræðslufundurinn verður í grunnskólanum á Hofsósi í dag og hefst kl. 13:00.
Meira

16 dagar til jóla

Upp er runninn föstudagur, ákaflega skýr og fagur eins og hefur einkennt síðustu daga svo mjög, skýrir og fallegir -16 dagar til jóla. Eins og spáin er, lítur út fyrir að þetta haldist óbreytt næstu daga. Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina, góða skemmtun á þeim viðburðum sem einhver ykkar sækið og klæðið ykkur í ull hún heldur á ykkur hita í frostinu.
Meira