V-Húnavatnssýsla

Nethrappar láta til sín taka

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að athygli lögreglunnar hafi verið vakin á því að svikahrina sé í gangi á samfélagsmiðlum þar sem óskað er eftir skjáskoti (screenshot) af öryggiskóða. Sé skjáskotið sent á viðkomandi virðist vera sem viðkomandi nái yfirhönd yfir samfélagsmiðlum viðkomandi.
Meira

Guðbrandur Ægir hlýtur viðurkenningu úr Menningarsjóði KS

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson fékk í gær afhent framlag úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga fyrir mikið og gott starf um árabil, í þágu menningar og lista í Skagafirði. Í viðurkenningarskyni var honum afhent upphæð 500 þúsund krónur, sem þakklætisvott fyrir störf hans í þágu samfélagsins.
Meira

Hulda Þórey fær afreksbikarinn

Hulda Þórey Halldórsdóttir fékk í dag afhentan afreksbikarinn, til minningar um Stefán Guðmundsson stjórnarmann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur en með þessari úthlutun er einnig veittur 300.000 kr.- styrkur úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

9 dagar til jóla

9 dagar til jóla og í dag er alþjóðlegi ljóti jólapeysudagurinn.... eiga ekki allir eina slíka inni í skáp? Þá er um að gera að fara í hana í dag:) Svo er líka alþjóðlegi settu á þig perlur dagurinn í dag:) svakalega flott með ljótu jólapeysunni... hehe
Meira

10 dagar til jóla

Úfffff hvað það er dökkt yfir eitthvað núna og leiðinlegt veður.... Eru ekki allir búnir að ganga frá trampólínunum:) hehehe Þetta er allavega svona dagur sem að býður upp á að vera bara heima eftir vinnu undir teppi í ullarsokkum og þykkri peysu með heitt súkkulaði og piparkökur:)
Meira

Tónleikar Jólahúna að bresta á

Sunnudaginn 17. desember verða tónleikar Jólahúna í Félagsheimilinu á Blönduósi og annar hópu Jólahúna heldur tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga þriðjudaginn 19. desember. Einkunnarorð tónleikanna voru og eru kærleikur og samstaða.
Meira

Gul viðvörun í veðurkortunum

Þá er.veðrið loks dottið úr hlutlausum og stafalogn, frostrósir og himinnblámi heyra sögunni til í bili. Það hlýnaði talsvert í dag og sú litla snjóföl sem lá yfir Norðurlandi vestra breyttist í hálku og því þurfa gangandi og akandi að gæta sín og vissara að fara varlega. Hlýindunum fylgdi sunnanrok en í nótt bætir enn í vindinn og það kólnar á ný. Veðurstofan hefur splæst í gula viðvörun á vestanverðu landinu og þar með talið á Ströndum og Norðurlandi vestra.
Meira

Jólavaka í Höfðaborg

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna. Notaleg kvöldstund í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi, fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30.
Meira

Lifandi tákn jólanna

Á vefnum í boði nátturunnar segir að Jólastjarna, eða jólarós, (e. Euphorbia pulcherrima) sé án efa frægasta jólaplantan og vinsæll kostur til að skreyta á aðventunni. Fáir vita að jólastjarnan er runnategund upprunninn í Mexíkó. Þar vex hún víða villt og getur orðið yfir fjórir metrar að hæð. Ræktun pottaplöntunnar, sem við þekkjum, fer þó fyrst og fremst fram í gróðrarstöðvum, sem sérhæfa sig í að láta hana blómgast á réttum tíma fyrir jólavertíðina.
Meira

Íbúum fjölgar um 0,7% á Norðurlandi vestra

Á heimasíðu Þjóðskrár segir að íbúum hafi fækkað í níu sveitarfélögum en fjölgað eða staðið í stað í 55 sveitarfélögum frá 1. desember 2022 til 1. desember 2023. Á Norðurlandi vestra eru fimm sveitarfélög í dag og fjölgaði í þrem þeirra. Aftur á móti fjölgaði íbúum í öllum landshlutum miðað við 1. desember 2022 og var aukningin á Norðurlandi vestra um 0,7%. Hlutfallslega var mesta fjölgunin á Suðurnesjum eða um 5,3% sem er fjölgun um 1.651 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.465 frá 1. desember 2022 til. 1. desember 2023 sem er um 3% aukning.
Meira