Íbúum á Norðurlandi vestra fækkar á milli ára
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.02.2024
kl. 10.28
Á huni.is segir að samkvæmt tölum frá Þjóðskrá um íbúafjölda sveitarfélaga 1. febrúar síðastliðinn er Norðurland vestra nú fámennasti landshluti Íslands. Vestfirðir hafa áður verið fámennasti landshlutinn en nú eru Vestfirðingar orðnir fjölmennari en íbúar á Norðurlandi vestra. Munurinn er ekki mikill en á tímabilinu 1. desember 2023 til 1. febrúar 2024 fjölgaði íbúum Vestfjarða um 32 en á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum um 13. Vestfirðingar eru nú 7.509 talsins en íbúar á Norðurlandi vestra 7.488 talsins, munurinn er 21 íbúi. Íbúum fækkar í öllum sveitarfélögum Húnavatnssýslna en fjölgar í Skagafirði.
Meira