V-Húnavatnssýsla

Vinnusmiðja í tengslum við Tæknibrú

Í fréttatilkynningu frá 1238: Baráttan um Ísland segir að þann 18. apríl síðastliðinn var haldin vinnusmiðja á Sauðárkróki í tengslum við verkefnið Tæknibrú sem styrkt var af Sprotasjóði og unnið hefur verið að í allan vetur. Tæknibrú er samstarfsverkefni allra grunnskóla á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, FabLab smiðjunnar og Sýndarveruleika ehf, sem á og rekur sýninguna 1238 á Sauðárkróki.
Meira

Leiðir skilja :: Leiðari Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að fjölmiðlar landsins berjast í bökkum í sí harðnandi rekstrarumhverfi. Veitist það mörgum erfitt og hafa þeir týnt tölunni síðustu misseri. Pappírsfjölmiðlar eru fáir og bjartsýnustu menn að verða svartsýnir á framtíð þeirra. Margt er tínt til þegar ástæðna er leitað og flest allt gott og gilt.
Meira

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti er í dag og óskar Feykir lesendum gleðilegs sumars. Þessi ágæti dagur virðist ætla að bjóða upp á sumarveður í dag, hitinn á Norðurlandi vestra víðast hvar á bilinu 10-14 gráður, glampandi sól og suðvestanátt, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að fagna komu sumars með því að stökkva í stuttbuxur í tilefni dagsins. Þeir sem vilja halda daginn hátíðlegan gætu kíkt á Hvammstanga í dag en þar er að venju dagurinn tekinn með trompi.
Meira

Skipið situr fast á um 50 metra kafla

Áhöfnin á varðskipinu Freyju kom í morgun mengunarvarnargirðingu fyrir umhverfis flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í gær. Í frétt á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að engin merki séu um olíuleka frá skipinu en búnaðinum er komið fyrir til að gæti fyllsta öryggis. Kafarar Landhelgisgæslunnar köfuðu að skipinu í gær.
Meira

Ársþing SSNV ályktaði um riðumál

31. ársþing SSNV fór fram síðastliðinn föstudag á Hótel Laugarbakka. Þó Miðfjörðurinn hafi tekið vel á móti gestum þá fór ársþingið fram í skugga tíðinda af riðutilfellum á svæðinu. Þingið notaði tækifærið og skoraði á Matvælaráðherra að fara án tafar í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Jafnframt þurfi að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og tryggja fjármagn til rannsókna.
Meira

Skeifan afhent í 66. skipti

Skeifudagurinn fer fram í hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans Íslands á Hvanneyri að Mið-Fossum Sumardaginn fyrsta og hefst kl. 13 með fánareið og setningu. Skeifudagurinn dregur nafn sitt af verðlaununum sem veitt eru af Morgunblaðinu sem vildi með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Skeifuna hlýtur sá nemandi sem efstur stendur á prófi í tamningu og reiðmennsku. Auk Skeifunnar er einnig keppt um Gunnarsbikarinn, Eiðfaxabikar, Ásetuverðlaun Félags tamingarmanna og Framfaraverðlaun Reynis.
Meira

Flutningaskipið Wilson Skaw strand á Húnaflóa

Flutn­inga­skip Wilson Skaw strandaði við Enn­is­höfða á Húna­flóa í dag. Fram kemur í frétt á mbl.is að skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólma­vík­ur þegar það strandaði, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni. Fara þarf fyrir Ennishöfða þegar siglt er inn á Steingrímsfjörð frá Hvammstanga. Skipið er um 4.000 brútt­ót­onn að þyngd og um 113 metra langt.
Meira

Aðgerðir hafnar á Syðri-Urriðaá

Ríkisútvarpið sagði frá því í morgun að seint í gærkvöldi hafi tekist að finna urðunarstað fyrir fé sem skera á á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði. Haft er eftir yfirdýralækni, Sigurborgu Daðadóttur, að aðgerðir séu hafnar á bænum og féð verði aflífað á Hvammstanga. Þar sem eina sorpbrennsla landsins stríðir við bilanir þá þurfti að finna önnur úrræði og niðurstaðan því sú að hræin verða urðuð.
Meira

Blíðuveðri spáð Sumardaginn fyrsta en svo snjóar pínu

Ef marka má spá Veðurstofunnar þá verða hlýindi og sumarveður til og með Sumardeginum fyrsta en í framhaldinu minnir veturinn aftur á sig með snjókomu og hita um frostmark. Vetrarveðrið verður þó væntanlega ekki komið til að vera þó hitastigin um helgina og fram í næstu viku verði töluvert færri en næstu daga.
Meira

Bændur vilja önnur úrræði í baráttunni við riðuna

RÚV segir frá því að bændur í Húnaþingi vestra vilji endurskoðun á reglugerð um riðuveiki. Eins og greint hefur verið frá á Feyki þá hefur riða greinst á tveimur bæjum í Miðfirði í Húnaþingi vestra en aflífa þurfti 700 kindur á Bergsstöðum og í dag átti að skera niður 720 kindur á Syðri-Urriðaá. Það var hinsvegar ólíklegt að það næðist vegna óvissu vegna förgunar á hræjunum. Fresta verður aflífun fram á sumar ef ekki tekst að leysa förgunarmál fyrir lok dags.
Meira