Húnvetningar verða að fara að rífa sig í gang
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
20.08.2022
kl. 20.09
Það var leikið í 3. deildinni á Blönduósvelli í dag þar sem Kormákur/Hvöt fékk Garðyrkjumenn úr Víði í heimsókn á lífræna grasið. Heldur hefur blásið á móti Húnvetningum að undanförnu og ekki minnkaði ágjöfin í dag, í norðanstrekkingnum, því tveir leikmenn heimaliðsins fengu að líta rauða spjaldið og einn til viðbótar í liðsstjórn. Víðismenn fóru sigurreifir með öll þrjú stigin heim í Garð eftir 1-3 sigur.
Meira