Mars Baldurs er Ungskáld Akureyrar 2022
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
14.12.2022
kl. 10.04
Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu á Akureyri í síðustu viku. Alls bárust 57 verk í keppnina frá 27 þátttakendum og fyrstu verðlaun hlaut Mars Baldurs fyrir verkið Þágufallssýki. Frá þessu segir m.a. á heimasíðu Grunnskóla og tónlistarskóla Húnaþings vestra en Mars er fyrrum nemandi skólans en nemur nú við VMA á Akureyri.
Meira
