V-Húnavatnssýsla

Um 80 Dylanlög verða flutt á Dylanhátíð á Skagaströnd

Dagana 13.-14. ágúst verður tónlistarhátíðin Eins og veltandi steinn haldin á Skagaströnd en hátíðin er tileinkuð tónlist Bob Dylan. Til stóð að halda hátíðina í fyrra en þá greip Covid-faraldurinn inn í og lífinu var slegið á frest. Nú verður gerð önnur tilraun til að heiðra þennan magnaða tónlistarsnilling. Einn af forsprökkum hátíðarinnar er Hermann Sæmundsson og Feykir hafði samband við hann og forvitnaðist örlítið um Dylan hátíðina á Skagaströnd.
Meira

Stórlaxar í Húnaþingi

Hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á þurrt í húnvetnskum laxveiðiám síðustu vikurnar. Upp úr miðjum júlí veiddi Oddur Rúnar Kristjánsson 102 sentímetra langan lax í Hrútafjarðará og Lord Falmouth veiddi 105 sentímetra langan lax í Laxá á Ásum 22. júlí. Theódór Friðjónsson veiddi 100 sentímetra langan lax í Miðfjarðará 2. ágúst og daginn áður veiddi Ragna Sara Jónsdóttir 97 sentímetra lax í Blöndu. Vel hefur veiðst í húnvetnsku laxveiðiánum síðustu vikuna.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Fram kemur á vef Veðurstofu íslands að gul viðvörun er á Norðurlandi vestra í dag og verður talsverð eða mikil rigning, einkum austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira

Víðudalstunguheiði loksins opin fyrir umferð

Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að loksins eru allir vegir á Víðidalstunguheiði opnir fyrir umferð og að í sumar hafi þeir verið óvenju blautir og því lengur ófærir.
Meira

Veðurstofan varar við rigningu og kulda í dag og á morgun

Töluvert hefur rignt síðustu daga á norðanverðu landinu og mest á Siglufirði. Í gær, þriðjudag, var viðvarandi úrkoma en ekki sérstaklega mikil ákefð, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurspár gera ráð fyrir að það bæti í ákefð í nótt og rigni hressilega á miðvikudag og fimmtudag á Tröllaskaga. Gul veðurviðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra um hádegi í dag og á það einkum við austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira

Nýr leikskólastjóri Húnabyggðar

Fram kemur á vef Blönduósbæjar að Sigríður Bjarney Aadnegard hefur verið ráðin leikskólastjóri og Kristín Birgisdóttir aðstoðarleikskólastjóri hjá leikskólum Húnabyggðar.
Meira

Glæsileg gjöf afhent á fjölskyldudeginum á hátíðinni Eldur í Húnaþingi

Egill Þór Pétursson er þriggja ára drengur býr á Laugarbakka í Húnaþingi-Vestra. Hann er með heilkenni sem kallast Snap25, sem einungis 30 einstaklingar í heiminum hafa greinst með og þar ef er Egill eini íslendingurinn. Foreldrar hans (Ragnheiður og Pétur) eru að byggja sér hús á Hvammstanga, húsið mun vera á einni hæð sem er mjög gott fyrir Egil.
Meira

Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum

Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur.
Meira

Ágúst pínu betri en júlí :: Skeyti frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Núna tók veðurklúbburinn ákvörðun um að halda mánaðarlega fundinn sinn viku fyrr en vanalega, eða 26. júlí, til að fara yfir veðurútlit ágústmánaðar, segir í skeyti veðurspámanna á Dalbæ. Segir þar að ýmsar upplýsingarnar hafi komið frá félögum að þessu sinni en engar voru þær verulega slæmar frekar en undanfarið.
Meira

Kári hafði betur gegn Kormáki/Hvöt í hörkuleik

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í Akraneshöllinni í gærkvöldi þar sem Kári beið þeirra. Heimamenn höfðu greinilega reiknað með erfiðum leik og lögðu allt í sölurnar til að vinna hann og bættu við sig fimm leikmönnum áður en leikmannaglugginn lokaði. Hvort það var það sem skóp sigurinn skal ósagt látið en Akurnesingarnir höfðu betur að þessu sinni og unnu 3-2 og jöfnuðu þar með lið Húnvetninga að stigum í 3. deildinni.
Meira