V-Húnavatnssýsla

Að flytja í fámennið :: Áskorandapenni Ólína Sófusdóttir Laugarbakka

Það er sérstök tilfinning fyrir fólk að taka ákvörðun um að flytja frá öllu sem því er kært og það þekkir vel og vita ekki hvað bíður þess á áfangastað. Fyrir okkur var stórt skref tekið þegar við hjónin fluttum fyrir margt löngu frá Egilsstöðum til Noregs. Okkur leið mjög vel í Noregi, en vorum án fjölskyldunnar, sem öll var búsett áfram á Íslandi.
Meira

Eyfirðingar reyndust sterkari þegar þeir mættu Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar heimsótti Dalvík í gær þar sem sameinaðir Húnvetningar mættu sameinuðum Árskógsstrendingum og Dalvíkingum. Heimamenn hafa farið vel af stað í 3. deildinni og tróna á toppnum eftirsótta. Þeir slógu ekkert af í gærkvöldi og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu 25 mínútunum. Þegar upp var staðið höfðu þeir sigrað 4-2 og sendu Kormák/Hvöt niður í fallsæti.
Meira

HESTAMÓT -- Nýtt lag frá Slagarasveitinni.

Hvað eiga Freyja, Stormur, Ormur, Píka, Skör og Funi sameiginlegt? Jú, allt eru þetta hestanöfn sem koma fyrir í texta á Hestamóti, nýju lagi Slagarasveitarinnar sem komið er á Spotify. Textinn fjallar um hóp fólks sem er ríðandi milli landshluta eða sveita á leið á næsta hestamót. Það er stemmning og tilhlökkun hjá öllum og dregin er upp mynd af ferðalaginu og því sem bíður á hestamótinu. Þar verður hópur góðra vina og kunningja og nú skal njóta stundarinnar.
Meira

Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin

Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna.
Meira

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði fylgt þrátt fyrir aflaskerðingu

Hafrannsóknastofnun birti í morgun ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár 2022/2023 þar sem hæst ber áframhaldandi samdráttur í ráðlögðum þorskafla, að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Í samræmi við aflareglu stjórnvalda er lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði alls 208.846 tonn sem hefur hann ekki verið svo rýr í áratug eða frá 2012/2013 en þá var ráðlagt að veiða ekki meira en 196  þúsund tonn.
Meira

„Auðlindin okkar“ tekin til starfa

Hafin er vinna fjögurra starfshópa og samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem matvælaráðherra skipaði til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum.
Meira

Gæðingamót Þyts var um helgina 11.-12.júní

Um helgina, 11.-12. júní, var gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir Landsmót. Boðið var upp á 2 rennsli en efstu þrír hestarnir í hverjum flokki í úrtöku hafa unnið sér inn farmiða á Landsmót. Einn polli tók þátt en það var hún Gígja Kristín Harðardóttir og stóð hún sig auðvitað með mikilli prýði.
Meira

Vernda og efla innlenda matvælaframleiðslu

Spretthópur sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi hefur nú skilað tillögum sínum og voru þær lagðar fyrir ríkisstjórn í morgun.
Meira

Húnaþing vestra hlýtur jafnlaunavottun

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST: 85:2012. Vottunin staðfestir að starfsfólk sveitarfélagsins sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Meira

Valur Valsson er LH-félagi ársins 2022

LH–félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.
Meira