V-Húnavatnssýsla

Hilmar Þór krækti í stig fyrir Kormák/Hvöt

Það var leikið á Blönduósvelli í gærkvöldi í tíundu umferð 3. deildar. Þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti Kópavogspiltum í liði Augnabliks. Það fór svo að liðin sættust á skiptan hlut og eru Húnvetningar nú í níunda sæti deildarinnar með 11 stig. Úrslit leiksins voru 1–1.
Meira

Unnur ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Unnur tekur við af Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur sem starfað hefur sem sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá 15. ágúst 2019.
Meira

4,5 milljónir til styrkvega

Vegagerðin hefur samþykkt 4,5 milljón króna fjárveitingu á þessu ári til svokallaðra styrkvega í Húnabyggð en um er að ræða tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt lögum. Byggðaráð Húnabyggðar fagnar fjárveitingunni og hefur lagt til ráðstöfun á henni til fjögurra verkefna.
Meira

Undirbúningur fyrir Náttúrubarnahátíð á Ströndum gengur vel

Náttúrubarnahátíðin á Ströndum verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi helgina 8.-10. júlí næstkomandi í sjötta sinn. Hátíðin er fjölskylduhátíð þar sem gestir, börn og fullorðnir, fá tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun.
Meira

Gott stig sótt í Garðabæinn

Lið Kormáks/Hvatar spændi suður í Garðabæ í gær og lék í Miðgarði við lið heimamanna í KFG sem sátu á toppi 3. deildarinnar áður en 9. umferðin fór í gang. Húnvetningar hafa aftur á móti verið að berjast á hinum enda deildarinnar, náðu að vinna góðan sigur í síðustu umferð og nú nældu þeir í gott stig í Garðabæinn. Lokatölur reyndust 1-1.
Meira

Unnur Valborg hættir sem framkvæmdastjóri SSNV

Í morgun kom ný stjórn SSNV saman til fjarfundar og lágu níu dagskrárliðir fyrir fundarmönnum. Stærsta fréttin af fundinum telst vafalaust uppsögn framkvæmdastjóra samtakanna, Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin fjögur ár.
Meira

Íbúakönnun Selasetursins

Selasetur Íslands stendur fyrir könnun til að kynna sér álit samfélagsins á ferðaþjónustu og hvernig hún eigi að þróast á komandi árum.
Meira

Ný stjórn SSNV

Á aukaþingi SSNV sem haldið var í gær, 28. júní, var kjörin ný stjórn til tveggja ára.
Meira

Bjarki Már tekinn við liði Reynis í Sandgerði

Knattspyrnukappinn Bjarki Már Árnason, sem búið hefur á Hofsósi til fjölda ára, hefur nú fært sig um set en hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildar liði Reynis í Sandgerði. Bjarki er búinn að spila meistaraflokksfótbolta í 25 ár, hóf leik í Keflavík 1997 og lék nú síðast með liði Kormáks/Hvatar en hann var þó lengstum í herbúðum Tindastóls.
Meira

Ingvi Rafn með þrennu í mikilvægum sigurleik

147 áhorfendur mættu á Blönduósvöll í dag og væntanlega hafa þeir flestir verið á bandi heimamanna í Kormáki/Hvöt sem tóku á móti Elliða úr Árbæ í 3. deildinni í knattspyrnu. Eftir fjóra tapleiki í röð var eiginlega alveg nauðsynlegt fyrir Húnvetningana að spyrna við fótum og krækja í sigur. Það var einmitt það sem þeir gerðu en úrslitin voru 3-2 og Ingvi Rafn Ingvarsson fór mikinn í leiknum og gerði öll þrjú mörk heimamanna.
Meira