Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á íslenskt samfélag og lífríki bæði með beinum og afleiddum hætti og byggja þarf upp þekkingu á því hver möguleg áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið á byggðir landsins. Þetta var meðal umræðuefna á fundinum Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið, sem haldin var á Grand hótel í gær.
Kosningin á Fugli ársins er hafin og stendur til 12. september nk. Það er Fuglavernd sem stendur að keppninni og að þessu sinni eru það auðnutittlingur, himbrimi, hrafn, hrossagaukur, jaðrakan, kría og maríuerla sem keppa um að verma hæstu fuglaþúfuna 2022.
Kosið var til sveitarstjórna um allt land í byrjun sumars og eins og gengur urðu alls konar hrókeringar varðandi sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sem gegndi starfi sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa og í framhaldinu var Unnur Valborg Hilmarsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri SSNV, ráðin sveitarstjóri og tók hún til starfa nú í byrjun september.
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.168 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. september 2022 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 533 íbúa, samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 209 íbúa og í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.219 íbúa eða um 6,0%. Íbúum Seltjarnarnesbæjar fækkaði hins vegar um 20 eða 0,4%.
Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival – HIP Fest – fer fram í annað sinn dagana 7.-9. október nk. Á hátíðina kemur fjöldi erlendra listamanna og brúðuleikhópa sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir, á meðan á hátíðinni stendur.
Það var spilað í 3. deild karla í knattspyrnu í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti sprækum Garðbæingum í liði KFG. Gestirnir eygja enn möguleika á að næla í sæti í 2. deild og leikurinn því mikilvægur fyrir þá. Heimamenn geta tæknilega séð enn fallið í 4. deild en þá þurfa svo óvæntir hlutir að gerast að það yrði rannsóknarefni ef svo færi. Markalaust var í hálfleik en lið KFG fann mark heimamanna fjórum sinnum í síðari hálfleik og fór því heim með stigin þrjú. Lokatölur 0-4.
Bændablaðið hefur tekið saman fjár- og stóðréttadaga á landinu öllu en réttarstörf verða nú með hefðbundnum brag á ný en eins og margir muna voru fjöldatakmarkanir í réttum tvö síðustu haust vegna kórónuveirufaraldursins. Á Norðurlandi vestra hefst fjörið strax á morgun þegar dregið verður í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Hvammsrétt í Langadal, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Rugludalsrétt í Blöndudal.
Stutt er síðan samningar voru undirritaðir um það að UMFÍ tæki við rekstri Skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði. Fyrstu hóparnir komu á mánudaginn og er mikil ánægja með aðstöðuna en allt var sett á fullt í endurbætur á húsnæðinu þar sem UMFÍ og starfsmenn á vegum sveitarfélagsins Húnaþings vestra staðið í ströngu síðustu vikur. Búið er að mála allt, skipta út nær öllu innbúi og húsgögnum og ráða í allar stöður.
Nýr framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er Katrín M. Guðjónsdóttir en hlutverk hennar verður að byggja upp samfélagið á Norðurlandi vestra í samstarfi við sveitafélög og sveitastjóra á svæðinu. Sveitafélögin sem um ræðir eru Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagafjörður.
Það er rétt að byrja á því að óska lesendum Feykis gleðilegs nýs árs. Árið 2025 var að mörgu leyti hið ágætasta fyrir okkur Íslendinga, sneisafullt af veðurblíðu, málþófi um veiðigjald og tappaþref á þingi og alls konar sem Áramótaskaupið minnti okkur á. Skaupið var svo ljómandi gott að eltihrellar og net-tröll náðu sér engan veginn á strik á samfélagsmiðlunum og þar ríkti þögnin ein á nýársnótt.
Á kjörtímabilinu sem er að líða hefur Sjálfstæðisfélag Skagfirðinga verið afar virkt. Við höfum staðið fyrir fjölmörgum fundum og viðburðum með þingmönnum og öðrum áhugaverðum gestum, þar sem málefni samfélagsins hafa verið rædd af krafti og einlægni - nú síðast í Miðgarði þar sem við ræddum um orkumál á Norðurlandi og fengum til okkar góða gesti. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel þessir viðburðir hafa verið sóttir og ekki síður að nýtt fólk hafi reglulega bæst í hópinn með okkar góðu fastagestum.
Alor hefur lokið sínu fyrsta hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 100 milljónir króna frá fjárfestum. Fjármagnið verður m.a. nýtt til þess að hraða innleiðingu stærri sólarorkuverkefna á Íslandi og efla vöruþróun orkugeymslna úr notuðum rafbílarafhlöðum. Alor hefur þegar sett upp fimm sólarorkukerfi í fjórum landshlutum og frumgerðir rafhlöðuorkugeymslna hafa verið útbúnar og samstarf með fyrstu viðskiptavinum lofar góðu.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-lystin hringir nú dyrabjöllu í Hagalandi í Mosfellsbænum en þar býr Brynjar Elefsen (1979) en hann segir Mosó að verða nokkurs konar aflandssveitarfélag Króksara. „Ég fæddist á Siglufirði en flutti á Krókinn sex ára. Föðurættin er sigfirsk og afsprengi síldarævintýrsins þar sem langafi flutti hingað frá Noregi. Móðurættin er skagfirsk og við köllum okkur Hjartarhyskið. Móðir mín er Bjarnfríður Hjartardóttir, dóttir Lillu og Hjartar á Hólmagrundinni,“ segir Brynjar fjallhress.