Velkominn þorri og vertu góður! :: Leiðari Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
20.01.2022
kl. 10.59
Framundan [á morgun] er bóndadagurinn sem markar upphaf þorrans, fjórða mánuð vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst ætíð á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á þorraþræl, laugardeginum fyrir konudaginn en þá tekur góa við. Eins og margir þekkja hefur þessi tími verið notaður til mannfagnaða í formi þorrablóta þar sem fólk kemur saman, etur og drekkur og hefur hið fornkveðna; að maður sé manns gaman, í heiðri.
Meira