V-Húnavatnssýsla

Ófærð á heiðum og óveður á Norðurlandi vestra

Enn er bálhvasst víðast hvar á Norðurlandi vestra, vindur yfirleitt þetta 15-20 m/sek og hiti um frostmark. Nú um þrjúleytið voru Holtavörðuheiði, Vatnsskarð og Öxnadalsheiði lokuð vegna veður enda suðvestan 27 metrar á þeirri síðarnefndu og ekkert ferðaveður.
Meira

Miklir möguleikar opnast með tilkomu færanlegrar rannsóknarstofu

Nú nýverið var greint frá styrkjum úr Innviðasjóði Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands) fyrir árið 2022 en alls bárust sjóðnum 28 umsóknir þar sem samtals var sótt um 922 milljónir króna. Meðal þeirra sem hlutu uppbyggingarstyrk að þessu sinni var Hólaskóli – Háskólinn á Hólum en í hans hlut komu rétt tæplega 10 milljón króna styrkur til kaupa á færanlegri rannsóknarstofu til sjávar- og vatnarannsókna á Íslandi. Feykir lagði örfáar spurningar fyrir Bjarna Kristófer Kristjánsson, forsvarsmann umsóknarinnar og prófessors á Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans, en hann segir deildina hafa verið í töluverðri sókn á síðustu árum.
Meira

Fiskisúpa og mulningspæja

Matgæðingur í tbl 15, 2021, var Herdís Pálmadóttir en hún býr í Noregi ásamt fjölskyldu sinni, þeim Þormóði Inga, Sóldísi, Ingu Dís og Þormóði Ara. Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu í dag hafa þau ekki komið til Íslands í þrjú heil ár og hlakka þau mikið til að geta komið aftur á Krókinn þar sem krakkarnir fá að hlusta á Rás 1 með morgunmatnum og fara í heita pottinn með afa sem talar alltaf svo hátt.
Meira

Light Up! Skagaströnd verður sunnudag og mánudag

Nú um helgina, dagana 23.-24. janúar, stóð til að lýsa upp janúar-skammdegið og halda ljósasýninguna Light Up! Skagaströnd en veðrið setur smá strik í reikninginn. Að sögn Vicki O'Shea hjá Nes listamiðstöð þá færist dagskráin aftur um einn dag og í stað þess að ljósadýrðin liti skammdegið laugardag og sunnudag þá verður sýningin kl. 18:00–21:00 sunnudag og mánudag.
Meira

Starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis laust til umsóknar

Laust er til umsóknar starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis og auglýsir Matvælastofnun eftir metnaðarfullum og jákvæðum einstakling í starfið. Samkvæmt því sem fram kemur á Starfatorgi er um fullt starf að ræða með áherslu á stjórnun og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Sérfræðingar í stafrænum lausnum með erindi á lokaráðstefnu Digi2market

Evrópskir sérfræðingar í stafrænum lausnum eins og sýndarveruleika, viðbættum veruleika og 360° myndböndum, verða með erindi á rafrænni lokaráðstefnu Digi2market þann 26. og 27. janúar nk. Verkefnið stuðlar að notkun á stafrænum lausnum til að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki að ná til stærri markhópa. Ráðstefnan býður upp á innsýn í hvernig hægt er að nýta þessa tækni.
Meira

Appelsínugul viðvörun

Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri í dag og á morgun en gefnar hafa verið út gul og appelsínugul viðvörun vestan og norðanlands. „Sunnan 15-25 m/s og rigning, hvassast norðan heiða, en síðan suðvestan 15-23 og él S- og V-til. Kólnandi, hiti víða 1 til 5 stig síðdegis. Suðvestan stormur eða rok og rigning eða snjókoma um tíma í kvöld,“ segir í spá dagsins.
Meira

Sjálfbærar Strandveiðar! :: Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson skrifa

Miklar endurbætur voru gerðar á strandveiðikerfinu á sl. kjörtímabili með 12 daga kerfi sem treysti öryggi sjómanna, efldi sjávarbyggðir ásamt nýliðun og jók jafnræði í greininni. Annað okkar leiddi þá vinnu í góðri, þverpólitískri samvinnu á Alþingi og í samstarfi við sjómenn og hagsmunasamtök þeirra. Ekki náðist á endasprettinum að tryggja varanlega 48 daga til veiðanna. Það er auðvelt ef viljinn er til staðar.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar hvetur Svandísi til að hverfa frá 1.500 tonna niðurskurði strandveiðikvóta

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar í gær var tekin fyrir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, frá 21. desember þar sem skerða á þorskveiðiheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða næsta sumar og almenns byggðakvóta. Var þessu mótmælt í bókun sveitarstjórnarinnar og á það bent að umtalsverð nýliðun hafi átt sér stað innan smábátaútgerðar á Skagaströnd á undanförnum árum sem tengja má beint við strandveiðikerfið.
Meira

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í október eftir umsóknum á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2021 og bárust umsóknir í sjóðinn upp á rétt tæpar 200 milljónir að þessu sinni. Í dag fengu 78 umsóknir brautargengi að samtals upphæð rúmar 77 milljónir. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 24 umsóknir styrk samtals að upphæð rúmar 40 millj. kr. og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 54 umsóknir með tæpum 37 millj. kr.
Meira