V-Húnavatnssýsla

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skipuð

Ríkisráð kom saman til tveggja funda á Bessastöðum í gær en á fyrri fundinum veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur lausn frá störfum. Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var svo skipað á seinni fundinum þar sem forseti undirritaði einnig úrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti:
Meira

Stefán Vagn og Bjarni auðvitað í kolvitlausum flokkum!

Margir Skagfirðingar hafa væntanlega rekið augun í mynd sem birtist á samfélagsmiðlum í vikunni af fjórum reffilegum Alþingismönnum sem stilltu sér upp saman til myndatöku. Allir eru þeir Króksarar en Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson búa báðir á Sauðárkróki en hinir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, að sjálfsögðu sprungulausir Króksarar þó þeir búi sunnan heiða.
Meira

Kostnaður við málefni fatlaðs fólks að sliga sveitarfélög á Norðurlandi vestra :: Uppfært

Húnaþing vestra ræður ekki við þátttöku í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra undir óbreyttum formerkjum. Málaflokkurinn er á ábyrgð ríkisins en Sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag verkefnisins. Gríðarlegur hallarekstur er vegna málaflokksins sem rekja má til afleiðingar Covid-19 faraldursins og stytting vinnutíma hjá vaktavinnufólki.
Meira

Elinborg færði Bókasafni Húnaþings vestra nótnasafn sitt að gjöf

Sagt er frá því á Facebook-síðu Bóka- og héraðsskjalasafns Húnaþings vestra að bókasafninu barst í gær góð gjöf þegar Elinborg Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi skólastjóri tónlistarskóla Húnaþings vestra, færði safninu nótnasafn sitt sem spannar 43 ára starfsferil en síðustu 35 árin var hún leiðandi í tónlistarlífi Húnaþings vestra.
Meira

Vatnsnesvegur kominn í hópfjármögnun á Karolina Fund

Sveitarstjórnar Húnaþings vestra samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, nr. 711 með það að markmiði að hægt verði að flýta framkvæmdum sem áætlað er að hefjist ekki fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2030-2034. Ýmislegt í boði fyrir þá sem taka þátt í verkefninu.
Meira

JólaFeykir mættur ferskur – fjölbreyttur og fínn

Þá er JólaFeykir 2021 kominn úr prenti; samsettur, heftaður og fínn og er drefing á blaðinu þegar hafin. Einhverjir ættu að fá hann inn um póstlúgina í dag og vonandi verður hann kominn á sína áfangastaði að mestu fyrir helgi. Blaðinu er dreift í öll hús á Norðurlandi vestra og svo fá áskrifendur utan svæðisins að sjálfsögðu blaðið sent. Vonandi á JólaFeykir eftir að kæta lesendur og koma fólki í örlítinn jólagír nú í upphafi aðventunnar.
Meira

Píratinn, Jón Þór Ólafsson, kærir oddvita yfirkjörstjórnar Norðvestur fyrir mögulegt kosningasvindl

Fyrrum þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, hefur kært framkvæmd atkvæðatalningar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningum, sem fram fóru í haust, til lögreglu. Telur hann mögulegt að lögbrot hafi verið framið af hálfu yfirkjörstjórnar og byggir kæran á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni.
Meira

Enginn úr sóttkví reyndist smitaður í FNV

Eins og fram kom á Feyki fyrir helgi greindist einn nemandi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með Covid-19. Kennsla féll niður sl. föstudag og allir nemendur sendir í smitgát eða sóttkví í tengslum við þetta smit. Í gær var svo greint frá því á heimasíðu skólans að allir viðkomandi hafi fengið neikvæðar niðurstöður úr báðum sýnatökum.
Meira

Frjálsar handfæraveiðar – réttur sjávarbyggða og skref til sátta

Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Nýjar atvinnugreinar, fiskeldi og ferðaþjónusta, eru árstíðabundin aukabúgrein. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru skerðing á búseturétti þeirra.
Meira

Félag Hrossabænda fordæmir vinnubrögð við blóðtöku mera

Félags Hrossabænda hefur sent frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem vinnubrögð, sem viðhöfð voru og sjást á myndbandi við blóðtöku úr hryssum, eru hörmuð og fordæmd. Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn félagsins hafa ávallt bent á að velferð hryssna og folalda í blóðhryssnabúskap þurfi að vera í fyrirrúmi.
Meira