Kormákur/Hvöt áfram í fjögurra liða úrslit
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
31.08.2021
kl. 21.09
Seinni leikirnir í átta liða úrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Lið Kormáks/Hvatar hafði unnið fyrri leikinn gegn liði Álftaness 1-0 sl. föstudag og þurfti því helst að ná jafntefli eða sigra á Álftanesi í kvöld til að tryggja sætið í fjögurra liða úrslitum. Það gekk eftir því leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli og eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Húnvetningar þurfa að skreppa í Hveragerði á föstudaginn þar sem Hamarsmenn bíða eftir þeim.
Meira