V-Húnavatnssýsla

Jóhann Óskar – Hljóðfærið mitt

Meira

Mangó sett í aðhald

Deguar eru lítil loðin nagdýr, ljósbrún að lit og með gula flekki. Þeir geta orðið 25-31 sm og um 170-400 grömm. Lífslíkur eru yfirleitt um sex til átta ár en geta verið allt að 13 ár. Þessir litlu loðboltar eru mikil félagsdýr og eru mjög virk á daginn og hafa góða sjón. Þeir eru gjarnir á að naga plast og verða því að vera í málmbúrum. Þeir gefa frá sér um 15 sérstök hljóð sem þeir tjá sig með.
Meira

Litaspjald sögunnar - rit um litaval húsa

Upplýsingaritið Litaspjald sögunnar geymir upplýsingar um litasamsetningu húsa. Í ritinu má finna fróðleik og ljósmyndir af húsum sem talin eru skarta einstaklega fallegu og smekklegu litavali. Húsin eru allt frá átjándu öld og fram á hina tuttugustu og eru staðsett víðsvegar um land.
Meira

Ellefu í einangrun og 47 í sóttkví á Norðurlandi vestra

Enn bíðum við góðra frétta af Covid-faraldrinum en eftir að fjöldi smita rauk upp nú um miðjan júlí hafa dagleg smit verið í kringum 100 síðustu daga. Í gær greindust 122 smitaðir og staðan á landinu í dag er þannig að 852 eru í einangrun, 2243 í sóttkví og 951 í skimunarsóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi. Nú seinni partinn birtist loks tafla frá Almannavörnum á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem farið er yfir dreifingu þeirra sem eru ýmist í einangrun eða sóttkví á svæðinu.
Meira

Niðurstöður úr Selatalningunni miklu

Selatalningin mikla á vegum Selaseturs Íslands fór fram í ellefta skipti þann 25. júlí sl. Það tóku 58 innlendir og erlendir sjálboðaliðar þátt í talningunni að þessu sinni og alls sáust 718 selir.
Meira

Unglingalandsmóti og Landsmóti 50+ frestað

Það þykir ekki skemmtilegt að fresta góðum viðburðum eða greina frá því, en svona er nú staðan í dag og ættum við að vera orðin nokkuð sjóuð í því að taka hlutunum með stóískri ró. Þau tvö landsmót sem áttu að vera haldin á vegum UMFÍ í sumar, unglinga og 50+, hafa nú verið frestað.
Meira

Þegar allt annað þrýtur

Ég heiti Sigurlaug Gísladóttir og er fædd og uppalin Lýtingsstaðahreppi Skagafriði gekk í skóla á Steinsstöðum en fluttist svo austur á Hérað og bjó þar til árið 2014 er við fjölskyldan flytjum á Blönduós þar sem við búum núna.
Meira

Bólusetningar hjá barnshafandi konum á Norðurlandi

Barnshafandi konum á Norðurlandi býðst að koma í fyrri bólusetningu með Pfizer bóluefni í þessari eða næstu viku. Mælt er með að bólusetning fari fram eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið.
Meira

Hljóðfærið mitt - Rögnvaldur Valbergsson

Hefur hljómað á plötum með Trúbrot, Pelican og Paradí
Meira

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga í Húnaþingi vestra

Með umhverfisviðurkenningum vill nefndin sem er skipuð af sveitarstjórn Húnaþings vestra vekja athygli á því sem vel er gert í sveitarfélaginu hvað varðar hirðingu og frágang lóða, snyrtilegra sveitarbæja og atvinnulóða. Einnig má benda á önnur svæði eða einstaklinga sem skilið ættu viðurkenningu.
Meira