V-Húnavatnssýsla

Folaldafille með brokkolísalati og sveppasósu

Matgæðingur í tbl 7 á þessu ári var Friðrik Már Sigurðsson en hann býr á Lækjamóti í Húnaþingi vestra ásamt eiginkonu sinni, Sonju Líndal Þórisdóttur, og tveimur börnum. Friðrik situr í sveitarstjórn og í byggðarráði í Húnaþingi vestra og er einnig meistaranemi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Ekki nóg með það þá eru bústörfin, tamningar og þjálfun hesta eitthvað sem hann sinnir ásamt öllu hinu.
Meira

Karlafótbolti á Króknum og Hvammstanga í dag

Nú fer að styttast í afturendann á keppnistímabili tuðrusparkara og í dag fara fram tveir leikir á Norðurlandi vestra. Fyrst mæta Tindastólsmenn glaðbeittum Garðbæingum á Sauðárkróksvelli í 13. umferð 3. deildarinnar og seinni part dags mætir Kormákur/Hvöt vinalegum Vatnaliljum í D-riðli 4. deildar en leikurinn fer fram á Kirkjuhvammsvelli.
Meira

Tuðrusparkarar bætast í hópa norðanliðanna

Leikmannaglugginn er galopinn í fótboltanum og norðanliðin hafa verið að leitast eftir því að styrkja sig fyrir lokaátökin framundan. Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við karlalið Tindastóls og sömuleiðis hafa tveir kappar bæst í hópinn hjá Kormáki/Hvöt. Áður hefur verið sagt frá viðbótinni sem Stólastúlkur fengu.
Meira

Ríkisstjórnin ákveður aðgerðir vegna Covid í dag

Loksins þegar lífið virtist vera að færast í eðlilegt horf eftir kófþrungna mánuði og glimrandi gang í bólusetningum dúkkaði Covid-veiran upp á ný. Síðustu daga hefur talsvert verið um smit og eru þau um 150 síðustu tvo daga. Staðan er þannig þegar þessi frétt er skrifuð að 371 er í einangrun, 1043 í sóttkví og 1234 í skimunarsóttkví. Þrír eru á sjúkrahúsi. Sóttvarnarlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnismiða með tillögum um aðgerðir og fundar ríkisstjórnin á Egilsstöðum í dag kl. 16 þar sem ákveðið verður til hvaða aðgerða verður gripið.
Meira

Selatalningin mikla á sunnudaginn

Selatalningin mikla á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga verður haldin sunnudaginn 25. júlí nk. Allir er hvattir til að taka þátt og með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.
Meira

Hefur þú kynnt þér Sóknaráætlun Norðurlands vestra?

Gildandi sóknaráætlun landshlutans var samþykkt haustið 2019 og gildir árin 2020-2024. Að vinnunni við gerð hennar komu vel á fimmta hundrað íbúar landshlutans bæði með þátttöku í vefkönnun sem og fundum sem haldnir voru víða um landshlutann. Í áætluninni eru settar fram megin áherslur í þróun svæðisins byggt á fjórum megin málaflokkum, atvinnuþróun og nýsköpun, menningarmálum, umhverfismálum og menntamálum og lýðfræðilegri þróun. Áætlunin er leiðarljós við úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði landshlutans sem og við skilgreiningu áhersluverkefna.
Meira

Melló Músíka í kvöld

Það verður mikil tónlistarveisla í félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld þegar að Melló Músíka fer fram. Um er að ræða lið í Eld í Húnaþingi þar sem heimafólk úr Húnaþingi vestra treður upp og flytur fjölbreytt lög. Mikil fjölbreytni er meðal tónlistarfólksins á svæðinu svo það finna eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi á Melló Músíka.
Meira

Ástrós Elísdóttir ráðin til SSNV

SSNV hefur ráið Ástrós Elísdóttur til sín sem verkefnisstjóra sóknaráætlunar landshlutans og atvinnuráðgjafa. Greint er frá ráðningunni á heimasíðu SSNV. Ástrós er með MA próf í ritlist frá Háskóla Íslands, BA próf í leikhúsfræður frá Listadeild Háskólans í Bologna, viðbótardiplomanámi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands og leiðsögumannanámi frá Leiðsöguskóla Íslands.
Meira

Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra

Birgir Jónasson hefur verið skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. Það er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem skipar hann í embættið.
Meira

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi

Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnafirði og lauk í gær. Skagfirðingar og Húnvetningar voru að sjálfsögðu á mótinu og stóðu sig með prýði að vanda.
Meira