V-Húnavatnssýsla

Siggi Aadnegard með þrennu fyrir toppliðið

Húnvetningar hafa verið á flugi í 4. deildinni og eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum hafa þeir unnið alla leiki síðan. Liðið sem lagði Kormák Hvöt í gras í byrjun tímabils var lið Léttis úr Breiðholti og þeir mættu einmitt á Blönduósvöll í gær í fyrsta leik síðari umferðar D-riðilsins. Húnvetningar voru ekki á þeim buxunum að fella flugið niður því þeir náðu forystunni snemma leiks og sigruðu örugglega 4-1.
Meira

Rafmagnslaust verður í Hrútafirði og Miðfirði fimmtudaginn 01.07.2021 kl 14:00 - 15:00

Rafmagnslaust verður í Hrútafirði milli Reykjarskóla og Laugarbakka á morgunn fimmtudaginn 01.07.2021 frá kl 14:00 til 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528-9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum hafið á Hólum

Nú rétt í þessu hófst Íslandsmót ungmenna- og fullorðinna í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal á forkeppni í fjórgangi. Það verður nóg um að vera á Hólum næstu daga þar sem að bestu hestar og knapar landsins munu etja kappi.
Meira

Áfram hlýtt næstu daga

Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýju veðri næstu daga þó hitastigunum sé nú talsvert misskipt milli landshluta eins og vanalega. Mestu hlýindin eru fyrir austan þar sem hitastigið hefur daðrað við 25 gráðurnar. Hér á Norðurlandi vestra fór hitinn yfir 20 gráðurnar í gær, og talsvert hærra á vinalegustu mælitækjunum, en talsverður vindur fylgdi í kaupbæti. Spáin gerir ráð fyrir í kringum 15 stiga hita í dag og fram að helgi en heldur skríða hitatölurnar niður um helgina og nær 10 gráðunum. Svo hitnar væntanlega aftur.
Meira

USVH fagnar 90 ára afmæli

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga, USVH, fagnaði 90 ára afmæli sínu í gær í Kirkjuhvammi á Hvammstanga.
Meira

Bólusetningar í þessari viku hjá HSN á Sauðárkróki

HSN á Sauðárkróki er að bólusetja á miðvikudag seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra 29.apríl eða fyrr. Einnig verður seinni bólusetning hjá þeim sem fengu Pfizer 9.júní eða fyrr. Send hafa verið út boð á þá sem eiga að mæta. Einnig verður bólusett með Jansen þá sem eru 18 ára og eldri, þeir panta sér tíma í síma 432-4236, mikilvægt að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, panti sér tíma.
Meira

Sigurlaug Gísladóttir er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Uppstillingarnefnd Frjálslynda lýðræðisflokksins hefur skipað tvo nýja oddvita, þau: Sigurlaugu Gísladóttur, verslunarmann í Norðvesturkjördæmi og Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra í Suðvesturkjördæmi.
Meira

Haraldur kemur undan feldi og þiggur annað sætið

„Ef einhver vill vita. Annars er verið að slá í dag.“ skrifar Haraldur Benediktsson á Facebook-síðu sína í dag og deilir frétt Skessuhorns um að hann ætli að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust. Eins og áður hefur komið fram laut Haraldur í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um efsta sæti listans og tók hann sér nokkra daga til að íhuga hvort hann sætti sig við sætaskiptin.
Meira

Stórsigur Húnvetninga á Eyfirðingum og toppsætinu náð

Kormákur/Hvöt tók á móti liði Samherja úr Eyjafirði í gær í sjöundu umferð D-riðils fjórðu deildar karla. Eyfirðingar sáu aldrei til sólar í leiknum og sigruðu Húnvetningar leikinn með sjö mörkum gegn engu.
Meira

Allar Covid-19 samkomutakmarkanir falla úr gildi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að allar takmarkanir á samkomum innanlands falli úr gildi á miðnætti í kvöld. Í því felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana.
Meira