Siggi Aadnegard með þrennu fyrir toppliðið
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
04.07.2021
kl. 13.58
Húnvetningar hafa verið á flugi í 4. deildinni og eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum hafa þeir unnið alla leiki síðan. Liðið sem lagði Kormák Hvöt í gras í byrjun tímabils var lið Léttis úr Breiðholti og þeir mættu einmitt á Blönduósvöll í gær í fyrsta leik síðari umferðar D-riðilsins. Húnvetningar voru ekki á þeim buxunum að fella flugið niður því þeir náðu forystunni snemma leiks og sigruðu örugglega 4-1.
Meira