feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
05.07.2021
kl. 10.45
Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi í vikunni sem er að byrja, 7.-11. júlí. Keppt verður í gæðingakeppni, opnum töltkeppnum og 100 metra flugskeiði. Þáttökurétt í gæðingakeppni eiga knapar og hesteigendur af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Einnig fer fram kynbótasýning á mótinu fyrir hesta af þessu svæði og síðan verður Landssýning Kynbótahrossa þar sem kynbótahross af öllu landinu verða verðlaunuð. Mótið hefst á miðvikudaginn á forkeppnum og síðan verða úrslitin riðin um helgina.
Meira