V-Húnavatnssýsla

5,8 milljónir til viðhalds afrétta- og fjallvega í Húnaþingi vestra

Vegagerðin hefur samþykkt að úthluta svf. Húnaþingi vestra 4.000.000 króna til viðhalds á styrkvegum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið hafði áður samþykkt að veita 1.800.000 krónur til styrkvega og eru því 5.800.000 krónur til úthlutunar fyrir árið 2021.
Meira

Rýkur upp með suðvestan stormi eða roki

Búist er við vaxandi hvassviðri á Norðurlandi og Vestfjörðum í kvöld og nótt og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun vegna þess fyrir morgundaginn og fram á laugardagsmorgun. Í athugasemd veðurfræðings segir að ekkert ferðaveður verði fyrir ferðahýsi eða húsbíla og einnig geti verið mjög erfitt að vera í tjaldi í slíkum vindi.
Meira

Byggðastofnun tekur við eftirliti með póstþjónustu

Alþingi samþykkti á dögunum breytingar á lögum til að færa eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar með það að markmiði að tryggja skilvirka þjónustu um allt land. Byggðastofnun tekur formlega við málaflokknum 1. nóvember nk.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra

Á heimasíðu Húnaþings vestra er auglýst eftir umsóknum um úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu og er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar.
Meira

Ferðaþjónusta á landsbyggðinni, þróun og rannsóknir eftir Covid – Málstofa

Á morgun, miðvikudaginn 23. júní, verður haldin málstofa að Hólum í Hjaltadal um ferðaþjónustu á landsbyggðinni í kjölfar Covid-19 og mikilvægi rannsókna í uppbyggingu greinarinnar. Málstofan er skipulögð af Ferðamálastofu og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og fer fram í stofu 202 (Hátíðarsal).
Meira

Stend með Strandveiðum!

Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðil fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir!
Meira

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigraði í prófkjöri Norðvesturskjördæmi

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lauk í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði með 1.347 atkvæði þegar öll atkvæði höfðu verið talin. Alls greiddu 2.289 atkvæði.
Meira

Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns

Alþingi samþykkti um síðustu helgi stjórnarfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns.
Meira

Metfjöldi útskrifta frá HÍ í dag

Yfir 2.500 manns brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag 19. júní og hafa aldrei verið fleiri. Líkt og í fyrra verður brautskráning með sérstöku sniði vegna sóttvarnatakmarkana enbrautskráningarathafnir verða tvær og fara fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal (nýju Laugardalshöllinni) að þessu sinni.
Meira

Á forsendum byggðanna

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég ferðast um Norðvesturkjördæmi og átt samtöl við fjölda fólks um þau mál sem brenna á íbúum landssvæðis sem nær allt frá Hvalfirði og í Fljótin í Skagafirði. Eins og gefur að skilja eru málin misjöfn, sums staðar brenna samgöngurnar heitast, annars staðar eru það atvinnumál, skólamál eða heilbrigðismál og þannig má lengi telja. Í jafn víðfeðmu kjördæmi eru ólíkar áherslur, það er viðbúið. En í mörgum þessara mála má finna sameiginlegan þráð; áhyggjur og óþol fyrir því að ákvarðanataka í stjórnsýslunni sé fjarlæg og endurspegli ekki nægjanlega vel aðstæður heimamanna.
Meira