Gætum að sjálfstæðinu – Leiðari Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
17.06.2021
kl. 13.41
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, helsta leiðtoga landsins í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Honum til heiðurs var dagurinn valinn stofndagur lýðveldisins árið 1944. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið í stöðugri valdabaráttu, annað hvort við erlend ríki eða innbyrðis og landið bókstaflega fylltist af sjálfstæðum höfðingjum og þeirra fólki á landnámsöld vegna valdabrölts Haraldar hárfagra í Noregi.
Meira