V-Húnavatnssýsla

Gætum að sjálfstæðinu – Leiðari Feykis

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, helsta leiðtoga landsins í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Honum til heiðurs var dagurinn valinn stofndagur lýðveldisins árið 1944. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið í stöðugri valdabaráttu, annað hvort við erlend ríki eða innbyrðis og landið bókstaflega fylltist af sjálfstæðum höfðingjum og þeirra fólki á landnámsöld vegna valdabrölts Haraldar hárfagra í Noregi.
Meira

Bestu knapar landsins mæta með bestu hesta landsins - Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 30. júní - 4. júlí nk. Mótið í ár verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Feykir hafði samband við Sigurð Heiðar Birgisson, framkvæmdastjóra mótsins, og forvitnaðist örlítið um það.
Meira

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Feykir óskar öllum gleðilega hátíð á þjóðhátíðardegi þjóðarinnar 17. júní. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, forseta en fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911.
Meira

Gæðingamót Þyts og úrtökumót Neista og Þyts

Gæðingamót Þyts og úrtökumót Neista og Þyts fór fram um seinustu helgi á Hvammstanga. Fram komu sterkir hestar og knapar. Neisti tók aðeins þátt í forkeppninni sem var úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands, en Neista menn halda sitt gæðingamót á Blönduósi um næstu helgi. Þytur á Hvammstanga var að taka nýjan völl til notkunar á mótinu og í tilefni af því var boðið upp á grillveislu að lokinni forkeppni á laugardeginum.
Meira

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum

Síðastliðinn föstudag, 11. júní, var brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Alls útskrifuðust 45 nemendur í þetta skiptið, þar af einn samtímis af tveimur námsleiðum.
Meira

Treyju-uppboð Aðdáendasíðu Kormáks/Hvatar

Keppnistreyja Kormáks Hvatar hefur vakið verðskuldaða eftirtekt í leikjum sumarsins, enda einstök á allan hátt. Aðdáendasíðunni hefur opnast gluggi til að bjóða upp eina treyju til styrktar starfinu og gefa þannig tískuþyrstum tækifæri á að eignast hana. Áritaða af leikmönnum ef vill!
Meira

Þjóðhátíðardagskrá á Hvammstanga

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur með glæsilegum hætti á Hvammstanga á fimmtudaginn. Dagskráin verður fjölbreytt fyrir alla aldurshópa og mun aðal skemmtidagskráin fara fram sunnan við Félagsheimilið þar sem að hátíðarræða og ávarp fjallkonu verður flutt.
Meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki í Húnasjóð

Húnaþing vestra auglýsir á heimasíðu sinni eftir umsóknum um styrki í Húnasjóð vegna ársins 2021 en umsóknir skulu fram með rafrænum hætti á síðunni og skal skilað inn eigi síðar en 8. júlí nk. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra.
Meira

Listi VG samþykktur í Norðvesturkjördæmi

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fjölsóttum fundi á Hótel Laugabakka í Miðfirði í gær. Bjarni sagði meðal annars í ræðu á fundinum að til framtíðar lægju miklir möguleikar í sterkara VG á sveitarstjórnarstiginu og samvinnu landsmálanna og sveitarstjórnamálanna.
Meira

Fjórði sigurleikur Kormáks/Hvatar í röð

Kormákur/Hvöt sigraði sinn fjórða leik í röð þegar að þeir lögðu lið Breiðhyltinga, KB, af velli í Blönduósi á laugardaginn. Leikurinn fór 3:1 fyrir heimamönnum en þeir skoruðu öll sín þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. KB menn minnkuðu síðan muninn um miðjan seinni hálfleik en það dugði ekki til. 
Meira