Ingvi Hrannar ráðinn til mennta- og menningarmálaráðuneytisins
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.01.2021
kl. 11.26
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi við Árskóla á Sauðárkróki, hefur verið ráðinn til starfa hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en hann er einn fjögurra sem ráðnir hafa verið á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála. Tvö starfanna eru störf án staðsetningar í nýju skólaþróunarteymi ráðuneytisins og hafa þau Ingvi Hrannar og Donata H. Bukowska verið ráðin í þau.
Meira
