V-Húnavatnssýsla

Nú er hann lagstur í norðanátt

Vetrarveður er nú um landið norðan og austanvert og eru dregur færðin dám af því þó flestir vegir séu reyndar færir. Ófært er um Þverárfjall vegna óveðurs og einnig á Siglufjarðarvegi utan Ketiláss. Þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi. Þungfært er milli Ketiláss og Hofsóss og snjóþekja með skafrenningi og éljagangi milli Hofsóss og Sauðárkróks. Vegurinn um Öxnadalsheiði er þungfær og þar er skafrenningur. Á öðrum vegum er hálka samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is.
Meira

Teitur Björn sækist eftir þingsæti

Teitur Björn Einarsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér fyrir næstu þingkosningar þar sem hann mun sækjast eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu.
Meira

Gærurnar gefa Húnunum sjúkrabörur

Björgunarsveitinni Húnum í Húnaþingi vestra barst góð gjöf nú um áramótin þegar Gærurnar, sem eru hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga og lætur ágóðann jafnan renna til þarfra mála í samfélaginu, færðu sveitinni þrjár samanbrjótanlegar sjúkrabörur. Verða börurnar settar í jeppa björgunarsveitarinnar,  Húna 1, 2 og 3.
Meira

Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Árlega velja Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra framúrskarandi verkefni á sviði menningarmála annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar hins vegar. Verkefnin sem hljóta viðurkenningarnar að þessu sinni eru Hvammstangi International Puppetry festival og Sölubíll smáframleiðenda á Norðurlandi vestra.
Meira

Hafa áhyggjur af stöðu dýralæknaþjónustu

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra  sl. miðvikudag var lögð fram tillaga að bókun sem samþykkt var samhljóða þar sem lýst er yfir áhyggjum yfir fyrirkomulagi og stöðu dýralæknaþjónustu í sveitarfélaginu og hvetur ráðið jafnframt Matvælastofnun og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið til að bregðast strax við þeirri stöðu sem uppi er.
Meira

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Út er komin Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, sem gildir frá 2021-2023. Hún er unnin af Markaðsstofu Norðurlands í samstarfi við Ferðamálastofu og nær yfir allt starfssvæði Markaðsstofu Norðurlands, frá Hrútafirði austur á Bakkafjörð.
Meira

Er ekki mikið fyrir að prjóna á nr. 2,5

Það var grunnskólakennarinn, leiðsögumaðurinn og ferðaþjónustuframkvæmdastjórinn, Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Sólgörðum í Fljótum, sem sagði lesendum frá handverki sínu í 30. tbl. Feykis 2018. Kristín segist hafa mest gaman af að vinna með lopa og leikur sér þá með liti og mynstur. Á verkefnalistanum var hins vegar að koma sér upp upphlut og taldi hún sig loksins vera búna að komast að niðurstöðu um hvernig hann skyldi líta út. 
Meira

Hummus og nautagúllas

Matgæðingar í 36. tölublaði ársins 2018 voru þau Olivia Weaving og Sigurður Kjartansson, kúabændur, búa á Hlaðhamri í vestanverðum Hrútafirði ásamt dætrunum Sigurbjörgu Emily og Maríu Björgu.
Meira

Dreymir um heimsókn í sænsku Smálöndin og Ólátagarð

Ingibjörg Arnheiður Halldórsdóttir, eða Inga Heiða eins og hún er jafnan kölluð, er uppalin í Óslandshlíðinni í Skagafirði. Hún býr í Reykjavík og starfar einmitt við bókhald, þó í öðrum skilningi en við leggjum í það orð hér í þessum þætti. Inga Heiða er mikill bókaormur og reglulega birtir hún skemmtilega pistla á Facebooksíðu sinni sem hún kallar Bókahorn Ingibjargar. Þar segir hún vinum sínum, á hnittinn og skemmtilegan hátt, frá bókunum sem hún hefur verið að lesa og leggur mat á þær og vafalaust eru þeir margir sem sækja hugmyndir að lesefni til hennar. Inga Heiða sagði lesendum Feykis frá lestrarvenjum sínum í Bók-haldinu í síðasta blaði ársins 2019.
Meira

Humarpizza og súkkulaðimús

Ásdís Adda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur  voru matgæðingar vikunnar í 35 tbl. FEkis 2018. Þau búa á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur, þeim Arnóri Frey og Ísari Val en þangað fluttu þau árið 2017 eftir níu ára búsetu í Danmörku við nám og störf. „Við ætlum að deila með ykkur uppskrift af humarpizzu sem er í algjöru uppáhaldi og fljótlegri og góðri súkkulaðimús í eftirrétt,“ sögðu þau.
Meira