V-Húnavatnssýsla

Veðurspáin og vísindin | Friðbjörn Ásbjörnsson skrifar

FISK Seafood fagnar á þessu ári 70 ára afmæli sínu. Fyrstu skrefin í sögu félagsins voru stigin á Þorláksmessu árið 1955 þegar Fiskiðja Sauðárkróks hf. var stofnuð. Ekki verður annað sagt en að síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í metnaðarfullri uppbyggingu starfseminnar. Við stefnum að því að fagna þessum tímamótum með margvíslegum hætti þegar líður á árið og finna okkur m.a. verðug verkefni til þess að styðja við bæði í starfsmannahópi okkar og nærsamfélagi.
Meira

Útburður á Feyki og Sjónhorni fer fram á morgun

Því miður urðu þau leiðu mistök að Feykir og Sjónhorn bárust ekki á Krókinn í morgun og því ekki hægt að bera út blöðin í dag. Útburður verður því á morgun en fyrir lesþyrsta einstaklinga þá eru bæði blöðin komin á netið og hægt að nálgast hér í fréttinni.
Meira

Gómsæt listaverk

Um miðjan nóvember kom út Stóra brauðtertubókin og er nokkuð ljóst á titlinum hvað innihald bókarinnar felur í sér. Þarna er á ferðinni 223 blaðsíðna uppskriftarbók með fallegum myndum af þjóðarrétti Íslendinga, brauðtertunni. Feykir hefur lengi verið mikill aðdáandi brauðtertunnar og fylgist grant með Facebook-hópnum Brauðtertufélagið Erla og Erla þar sem áhugafólk brauðtertunnar deilir myndum af listaverkunum sínum sem það hefur dundað við að gera fyrir alls konar tilefni.
Meira

Erlent kúakyn- bjargvættur íslenskra kúabænda

Í kvöld mánudaginn 6. janúar, verður haldinn rafrænn fundur á Zoom klukkan 20:30 þar sem spjallið um innflutning á erlendu kúakyni verður tekið. 
Meira

Kosning hafin á Manni ársins á Norðurlandi vestra 2024

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Átta tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

Þjónustustefna Húnaþings vestra

Á vef Húnaþings vestra kemur fram að nú standi yfir vinna við gerð þjónustustefnu Húnaþings vestra skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í stefnunni skal koma fram stefna sveitarstjórnar fyrir komandi ár og þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Í þeirri vinnu er mikilvæg að fá fram sjónarmið íbúa.
Meira

Svangi Mexíkaninn og mangóterta | Feykir mælir með.....

Við kíktum aðeins á matarbloggið hjá Albert eldar og fundum tvær girnilegar uppskriftir til að deila með ykkur ágætu lesendur. Að þessu sinni varð fyrir valinu heitur réttur sem nefnist Svangi Mexíkaninn og væri tilvalið að prufa yfir hátíðarnar sem fram undan eru og svo fylgir með létt og frískandi uppskrift að mangótertu sem þarf ekki að baka og því mjög auðveld í framkvæmd.
Meira

Þrettándinn er í dag :: Ráðlagt að hlusta ekki á tal kúa

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla. Í bók Árna Björnssonar Saga daganna, kemur fram að dagurinn var áður talinn fæðingardagur Jesú á undan 25. desember. „En þegar sú tign var af honum tekin, hlaut hann í staðinn virðingarheitið epiphania, sem merkir opinberun, og var þá svo látið heita, að Kristur hefði á þeim degi opinberast með þreföldum hætti hér á jörðu: tilbeiðslu vitringanna, skírninni í Jórdan og brúðkaupinu í Kana.
Meira

Kjúklingur með bláberjasósu og þristarúlluterta | Feykir mælir með....

Að þessu sinni ætlar Feykir að mæla með kjúklingi í potti með bláberjabombu og þristarúllutertu. Þessar uppskriftir og myndir koma frá matarbloggsíðunni www.hanna.is.
Meira

Rjómi heldur að hann ráði öllu | Ég og gæludýrið mitt

Rjómi er nú ekki algengt nafn á dýri en það er einn kisi í Iðutúninu á Króknum sem ber þetta nafn enda liturinn á kettinum eins og á rjóma. Birta Karen, tíu ára snót, er eigandi Rjóma en hún er dóttir Brynju Vilhjálmsdóttur og Péturs Arnar Jóhannssonar. Rjómi er fimm ára og er blanda af norskum skógarketti en þeir eru með mikinn feld og síðan og þurfa þar af leiðandi mikla feldhirðu.
Meira