V-Húnavatnssýsla

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum eftir framlengdan leik

Kormákur/Hvöt atti kappi við lið Magna frá Grenivík í Boganum á Akureyri og fór leikurinn fram seinni partinn. Um var að ræða leik í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Heimamenn í Magna leiddu í hálfleik en leikar æstust í síðari hálfleik og endaði leikurinn 2-2. Þá þurfti að grípa til framlengingar þar sem lið Húnvetninga missti snemma mann af velli og Grenvíkingar gengu á lagið og unnu leikinn 4-2.
Meira

Fasteignagjöld víða hærri í landsbyggðum en á höfuðborgarsvæði

Byggðastofnun hefur fengið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m² að grunnfleti og 476 m³ á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru reiknuð út af Byggðastofnun samkvæmt álagningarreglum ársins 2025 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi, út frá fasteignamatinu sem HMS reiknar og gildir frá 31. desember 2024. Útreikningar voru gerðir fyrir 103 matssvæði í 48 sveitarfélögum.
Meira

Rarik endurnýjar mæla í Húnabyggð

Á heimasíðu Húnabyggðar segir að í næstu viku munu starfsmenn frá Rarik hefja endurnýjun snjallmæla fyrir hita og rafmagn á Blönduósi. Haft verður samband við viðskiptavini fljótlega og upplýsingar sendar um mælaskiptin bæði með SMS skilaboðum og nánari upplýsingum í tölvupósti. Þá munu Rarik starfsmenn vera í sambandi til að finna tíma sem hentar. 
Meira

Opið fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna, sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036, aðgerð A.10 - Almenningssamgöngur á milli byggða. Markmiðið er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur.
Meira

Leiðir til byggðafestu- síðustu námskeiðin

Leiðir til byggðafestu er verkefni sem snýr að eflingu nýsköpunar á sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að verkefninu. Það er unnið með styrk frá innviðaráðuneytinu til að efla byggð á því landsvæði sem mest á undir sauðfjárrækt. Þar er litið til Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Húnaþings vestra.
Meira

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hefur verið kjörin rektor Háskóla Íslands en niðurstöður seinni umferðar rektorskosninga voru kunngjörðar í Hátíðasal skólans í kvöld. Hún hlaut 50,7% greiddra atkvæða í kjörinu og verður tilnefnd í embætti rektors af háskólaráði til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Meira

Byggðaþróun í Húnabyggð | Torfi Jóhannesson skrifar

Þruma úr heiðskýru var það kannski ekki, en vissulega reiðarslag. Við lokun sláturhússins á Blönduósi missa 20-30 manns vinnuna og héraðið missir einn af sínum stærstu vinnustöðum. Það er langt síðan ég hef búið í sveitinni en stóran hluta þess tíma hef ég unnið við verkefni tengd landbúnaði og byggðaþróun. Síðasta áratuginn á vettvangi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Og það sem við sjáum gerast á Blönduósi er sagan endalausa. Stundum er það náma sem lokar, stundum herstöð, stundum stórt fyrirtæki, stundum ferðamannasvæði sem fer úr tísku og stundum bara hægfara þróun drifin af lágri fæðingartíðni og löngun unga fólksins að sækja menntun og vinnu í stærri þéttbýlisstaði.
Meira

Værum öruggari utan Schengen | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið.
Meira

Ný skólanefnd við FNV

Það er líf og fjör í Fjölbraut á Króknum og aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám við skólann en í vetur. Nýverið var ný skólanefnd skipuð til fjögurra ára fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en skipunin gildir frá 24. mars 2025.
Meira

Framúrskarandi verkefni 2024

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ákveðið úthlutun styrkja til framúrskarandi verkefna á árinu 2024. Þrjú verkefni hlutu styrk að þessu sinn en það voru Menningarfélag Húnaþings vestra fyrir stofnun Dansskóla Menningarfélags Húnaþings vestra, Foodsmart fyrir nýja framleiðsluaðferð á sæbjúgu og Jóhann Daði Gíslason fyrir jólatónleikana Jólin heima.
Meira