V-Húnavatnssýsla

Farskólinn með spennandi og fjölbreytt námskeið nú á vorönn

Farskólinn býður upp á spennandi námskeið á vorönn 2025 en þau eru blanda af vefnámskeiðum sem hægt er að sækja hvaðan sem og staðnámskeiðum sem eru í boði á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Námskeiðin hafa aldrei verið fleiri eða fjölbreyttari en í ár og eru öllum opin. Eins og áður eru þau gjaldfrjáls fyrir félagsmenn stéttarfélaganna Öldunnar, Kjalar, Sameykis, Samstöðu og Verslunarmannafélags Skagafjarðar segir á huni.is
Meira

Yngri Stólastúlkur fá kærkomin tækifæri í Kjarnafæðimótinu

Kvennalið Tindastóls hefur spilað þrjá leiki í Kjarnafæðimótinu nú síðustu vikurnar en mótið hófst fyrri partinn í desember. Liðin eru oftar en ekki þunnskipuð á þessum árstíma, erlendir leikmenn sjaldnast mættir til æfinga fyrr en um það leyti þegar Lengjubikarinn hefst í febrúar og alvara Íslandsmótsins nálgast.
Meira

Skaplegt veður næstu daga en smá vindskot í dag

Veðurútlit næstu daga er með ágætum ef mið er tekið af árstímanum. Í dag verður þó skipt úr frosti yfir í allt að sex stiga hita þegar líður á daginn. Vaxandi hita fylgir nokkur vindstrengur og þá þykknar upp en bjart er framan af degi. Ekki er spáð úrkomu en vindur gæti hlaupið í um 15 m/sek þegar verst lætur en sums staðar eitthvað meira.
Meira

Þorramatur er ekki skemmdur matur!

Þegar ég prufaði að Googla orðið þorramatur þá var mér bent á pistil á síðunni hjá alberteldar.is en þar skrifar hann um þorramat. Þar segir Albert að orðið þorramatur sé ekki svo gamalt í málinu, innan við hundrað ára. Í nútímanum heyrist stundum að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit hann hvernig sá misskilningur varð til.
Meira

Handbendi brúðuleikhús hlýtur styrk úr Sviðslistasjóði

Þann 21. janúar var tilkynnt um úthlutun úr Sviðslistasjóði árið 2025. Úthlutað var 98 milljónum króna til 12 atvinnusviðslistahópa og að auki 102 mánuðum úr launasjóði sviðslistafólks.
Meira

Árlega garðfuglahelgin framundan

Hin árlega garðfuglahelgi að vetri verður 24.-27. janúar að öllum fjórum dögum meðtöldum. Um er að ræða helgi þegar fuglaáhugafólk um land allt telur fuglategundir í görðum.
Meira

Chili con carne og hafrabollur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 3, 2024, voru þau Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Matthías Rúnarsson en þau búa á Hvammstanga ásamt dóttur þeirra, Ragnheiði. Sveinbjörg og Matthías vinna bæði hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Matthías sem bókari og Sveinbjörg sem atvinnuráðgjafi. Matthías er menntaður sem löggiltur bókari og Sveinbjörg er með master í alþjóðaviðskiptum. „Við Matti gerum þessa mjög oft enda einfalt að elda en umfram allt mjög bragðgóð.“
Meira

Öxnadalsheiði og Siglufjarðarvegur lokaðir

Leiðindaveður er víða um land á þessum mánudegi og þannig er gul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra og er reiknað með að henni verði aflétt undir kvöldmatarleytið í dag. Hvasst er á Skaga og nyrst á Tröllaskaga og reiknað er með auknum vindi í nágrenni Blönduóss. Vegir úr Skagafirði yfir í Eyjafjörð eru lokaðir sem stendur. Appelsínugul viðvörun er sem stendur á Auaturlandi og þar hafa nokkur hús á Seyðisfirði og í Neskaupstað verið rýmd.
Meira

Áfram Tinder ... stóll! | Leiðari 2. tbl. Feykis

Þá erum við landsmenn komnir í sæng með Valkyrjunum eldhressu og nú verður gengið vasklega til verks, ermar verða uppbrettar, framtíðin björt og lífið fallegt. Þær Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland komu, sáu og sigruðu – já, jafnvel Sigurjón digra – í alþingiskosningunum í lok nóvember og þær mynduðu síðan stjórn fyrir jól.
Meira

Ismael Sidibé skrifar undir samning við Kormák/Hvöt

Það er talsvert meira að frétta úr fótboltanum vestan Þverárfjalls en austan þess og svo mikið að gerast á Aðdáendasíðu Kormáks að þar vinna menn í akkorði. Þar hafa verið kynntir til sögunnar allir leikir sumarsins og sagt frá samningum við unga og efnilega knattspyrnumenn í hinu víðfema Húnaþingi. Í gær var síðan sagt frá því að markaskorarinn fílbeiníski, Ismael Sidebé, hafi endurnýjað samning sinn við lið Kormáks/Hvatar.
Meira