V-Húnavatnssýsla

Lífið er núna dagurinn er á morgun

Í tilefni af Vitundarvakningu Krafts verður Lífið er núna dagurinn haldinn hátíðlega fimmtudaginn 30. janúar. „Þennan dag hvetjum við almenning og fyrirtæki í landinu til að halda hátíðlegan Lífið er núna daginn en tilgangur hans er að minna fólk á að staldra við og njóta líðandi stundar“, segir Þórunn Hilda Jónasdóttir, viðburða- og þjónustustjóri Krafts.
Meira

Sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga undirritaðir

Sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga til fimm ára (2025-2029) voru undirritaðir í gær. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu samningana í Norræna húsinu. Það er samdóma álit þeirra sem koma að sóknaráætlunum að þær hafi sannað gildi sitt fyrir byggðir landsins en verkefnið byggir á tólf ára sögu.
Meira

Hvalreki í Guðlaugsvík í Húnaþingi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti nú í upphafi vikunnar að fylgja eftir tilkynningu um hvalreka í Guðlaugsvík á Ströndum en víkin er rétt sunnan umdæmamarka lögreglustjórans á Vestfjörðum og Norðurlands vestra við minni Hrútafjarðar vestan megin. Um var að ræða hræ af búrhval, um 14 metra langt. Í tilkynningu á Facebook-síðu LNV segir að til samanburðar megi áætla að þrjár Tesla Y bifreiðar séu nokkurn veginn jafnlangar séu þær samsíða hvalnum,
Meira

Súkkulaðibitakökur | Feykir mælir með....

Ég veit ekki með ykkur en alltaf þegar ég fer á Subway þá kaupi ég súkkulaðibitakökurnar til að taka með heim því þær eru alveg geggjaðar. En nú er kominn tími til að reyna að finna uppskrift sem er nokkuð keimlík þeim og ætla ég að prufa þessa uppskrift næst.
Meira

Undirheimar fengu veglega gjöf

Félagsmiðstöðin Undirheimar fengu veglega gjöf á dögunum er Minningarsjóður hjónanna frá Garði og Vindhæli styrkti félagsmiðstöðina með nýju poolborði. Undirheimar er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla á Skagaströnd og segir í tilkynninguni  ,,Það má með sanni segja að gleðin yfir nýja borðinu er mikil" og er enginn vafi á að þessi gjöf eigi eftir að nýtast vel í framtíðinni.  
Meira

Hamborgarar og konfektkúlur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 9, 2024, var Ingimar Sigurðsson en hann býr á Kjörseyri í Hrútafirði og hefur búið þar í nærri fimmtán ár. Ingimar langar til að byrja á að þakka Rósu vinkonu sinni fyrir að skora á sig í þetta verkefni, en það er erfitt að feta í fótspor hennar þegar kemur að tilþrifum í eldhúsinu. Ingimar hefur reyndar bara heyrt sögur af þessum tilþrifum (frá henni) en Rósa hefur aldrei boðið honum í mat!
Meira

Óskað eftir tilnefningum um handhafa Landstólpans 2025

Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Meira

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar nk.

Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2025 vegna sjöttu úthlutunar sjóðsins, hægt verður að sækja um til miðnættis 28. febrúar 2025. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Til úthlutunar úr sjóðnum í ár eru rúmar 477 milljónir króna.
Meira

Sauðfjárbóndi telur kindur

Síminn hringir. „Halló.“ „Já, halló. Heyrðu já, góðan dag, ég þarf eiginlega að fá símatíma hjá lækninum mínum.“ „Já, það er nú ekki víst að ég geti hjálpað þér með það.“ „Nú jæja, og á þetta ekki að heita spítali þarna á Blönduósi!?“
Meira

Kjúklinga enchiladas, snakk og nammi | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 7, 2024, var Gerður Rósa Sigurðardóttir en hún er búsett á Hvammstanga ásamt Kristjáni Svavari og börnum þeirra Írisi Birtu, Gylfa Hrafni og Hrafney Völu sem eru alltaf hress og kát. Gerður Rósa vinnur á skrifstofu Sláturhúss KVH og Kristján vinnur í áhaldahúsi Húnaþings vestra.
Meira