V-Húnavatnssýsla

Æfingamót í Portúgal | Dagbók Elísu Bríetar

Feykir hefur ítrekað sagt frá ævintýrum knattspyrnustúlknanna frá Skagaströnd, Birgittur Rúnar Finnbogadóttur og Elísu Bríetar Björnsdóttur, og það er engin leið að hætta. Þær spila með Bestu deildar liði Tindastóls og voru báðar valdar í 22 kvenna landsliðshóp U17 liðs Íslands og fóru með liðinu til Portúgal nú seint í janúar en þar tók liðið þátt í fjögurra liða æfingamóti. Feykir plataði Elísu Bríeti til að halda eins konar dagbók og segja lesendum Feykis frá því hvað gerist í landsliðsferðum.
Meira

Skíðadeild Tindastóls undirritar rekstrarsamning við Skagafjörð

Í tilkynningu frá skíðadeild Tindastóls segir að á dögunum hafi verið undirritaður rekstrarsamningur við sveitarfélagið svo nú styttist í opnun á Skíðasvæðinu í Tindastól það er að segja ef það kemur snjór.
Meira

Sergio áfram með Kormáki/Hvöt

„Gefin hefur verið út rauð viðvörun til framherja annarra liða í 2. deild fyrir sumarið 2025.“ Þannig hefst tilkynning á Aðdáendasíðu Kormák og ástæðan fyrir rauðri viðvörun er sú að varnarjaxlinn Sergio Francisco Uolú hefur skrifað undir samning um að leika áfram með liði Kormáks/Hvatar nú í sumar.
Meira

Norðlenskir knapar stóðu fyrir sínu

Keppt var í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum en mótið fór fram í Horse Day höllinni í Ingólfshvoli í Ölfusi. Á meðal þeirra sex sem komust í A-úrslit voru tveir knapar af Norðurlandi vestra en það voru Helga Una Björnsdóttir frá Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra og Eyrún Ýr Pálsdóttir frá Flugumýri í Skagafirði.
Meira

Þrjú lið af Norðurlandi vestra í Lengjubikarnum

Undirbúningstímabil knattspyrnufólks hefst fyrir alvöru um helgina þegar Lengjubikarinn fer í gang. Þrjú lið af Norðurlandi vestra taka þátt í keppninni þennan veturinn; Bestu deildar lið Tindastólskvenna spilar í riðli 1 í A deild, Kormákur/Hvöt tekur aldrei þessu vant þátt í Lengjubikarnum en Dominic Furness þjálfari mætir til leiks með sína kappa í 1. riðli B deildar og þá mætir Konni með Tindastólspiltana í riðil 4 í B deild.
Meira

Rauð viðvörun tekur gildi um kl. 10 – Foktjón á Norðurlandi vestra

Rauð veðurviðvörun tekur gildi á ný hér á Norðurlandi vestra kl. 10 og stendur til kl. 15 í dag. Vegagerðin ítrekar að ökutæki sem taka á sig mikinn vind eiga alls ekki að vera á ferli milli landshluta í dag. Margir vegir eru á óvissustigi og geta því lokað með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum.
Meira

Rokkkór Húnaþings vestra hnyklar vöðvana

Vikuna 22.-29. mars nk. mun Rokkkórinn úr Húnaþingi vestra fara á stjá með þrenna tónleika. Já, það er ekki bara farið suður á höfuborgarsvæðið 22. mars, heldur líka austur í Skagafjörð fimmtudaginn 27. mars og svo heima á Hvammstanga 29. mars. Síðustu helgina í apríl mun kórinn svo halda vestur í Búðardal og koma fram á Jörfagleðinni. Það er því nóg fyrir stafni hjá kórnum á næstunni en hafa æfingar staðið yfir með hléum frá því um haustið 2023.
Meira

Fyrirhugaðar ljósleiðaraframkvæmdir á Laugarbakka

Á heimasíðu Mílu eru til kynningaráform um lagningu ljósleiðara á Laugarbakka sumarið 2025. Í framhaldi af lagningu og tengingu ljósleiðarans í hús verða koparlínur aflagðar, segir á vef Húnaþings vestra. 
Meira

Óskað eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna 2025

Óskað er eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna matvælaráðuneytisins sem atvinnuvegaráðherra veitir árlega í tengslum við Búnaðarþing. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar um bændabýli eða önnur landbúnaðarfyrirtæki og félög sem talin eru hafa verið til fyrirmyndar að einhverju leyti í íslenskum landbúnaði á síðasta ári.
Meira

Úr appelsínugulu yfir í rautt

Veðurstofa Íslands hefur nú uppfært úr appelsínugulri viðvörun yfir í rauða fyrir Norðurland vestra og Strandir í dag og á morgun. Útlit er sem hér segir af vef veðurstofunnar. Fréttamiðlar hafa ekki undan að skrifa veðurfréttir og uppfæra áður skrifaðar fréttir því veðurspáin versnar stöðugt og nú er ekki annað hægt en að vona að nú sé toppnum náð. 
Meira