V-Húnavatnssýsla

Júdódeild Tindastóls 30 ára í fyrra

Karl Lúðvíksson byrjaði að kenna júdó í Varmahlíð 1985 og árið 1994 stofnaði hann Júdódeild innan Tindastóls og fagnaði því deildin 30 ára afmæli sínu í fyrra. Í byrjun fékk deildin mikla hjálp frá Akureyringum og þá helst frá Jóni Óðinn Óðinssyni. Fyrsta húsnæðið sem var leigt undir starfið var hin svokallaða „Hreyfing“ frá Eddu íþróttakennara.
Meira

Aflatölur sl. fimm vikur

Það gerist nokkrum sinnum á ári að það skapast lúxusvandamál hjá Feyki þegar of mikið efni er til til að setja í blaðið. Það átti t.d. við í fyrsta tbl. ársins og fengu þá aflafréttirnar að fjúka burt úr blaðinu og eru því tölur vikunnar síðan 8. desember 2024 eða sl. fimm vikur.
Meira

Halldór Ólafsson sigurvegari Hraðskákmóts Skagastrandar

Laugardaginn 4. janúar s.l. fór fram Hraðskákmót Skagastrandar og eru nú liðnir nokkrir áratugir síðan slíkt mót fór fram en fyrirhugað er að það verði árlegur viðburður. Mótið var hið skemmtilegasta en hraðskákmeistari Skagastrandar árið 2025 er Halldór Ólafsson. Í öðru sæti var Jens Jakob Sigurðarson og Lárus Ægir Guðmundson í þriðja sæti, segir á heimasíðu Skagastrandar. 
Meira

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra auglýsir eftir umsóknum

Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2014 og hefur frá stofnun verið úthlutað um 20 milljónum króna til 30 fjölnbreyttra verkefna.
Meira

Ný áhugamannadeild á Norðurlandi verður sýnd beint frá Eiðfaxa TV

Á heimasíðu Eiðfaxa segir að þann 11. janúar var undirritaður samningur milli Eiðfaxa TV og Áhugamannadeildar Norðurlands um að Eiðfaxi TV sýni beint frá deildinni í vetur. En deildin hefst þann 22. febrúar á keppni í fjórgangi en alls verða mótin þrjú talsins. 
Meira

Ljósadagur í Skagafirði

Í dag er haldinn ljósadagur í Skagafirði og eru íbúar héraðsins hvattir til að tendra kertaljós við heimili sín og minnast látinna ástvina líkt og gert hefur verið undanfarin ár.
Meira

Tilkynning frá Skíðadeild Tindastóls

Margir hafa furðað sig á því af hverju Skíðasvæði Tindastóls sé ekki búið að opna fyrir skíðavina sína því ekki er vöntun á snjónum um þessar mundir. Rétt í þessu kom tilkynning frá formanni skíðadeildarinnar, Helgu Daníelsdóttur sem segir;
Meira

HSN tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd í maí

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí 2025. Er þetta samkvæmt ákvörðun fyrrum heilbrigðisráðherra Willums Þórs í kjölfarið á uppsögn Félags- og skólaþjónustu A-Hún bs. á samningum um rekstur heimilisins. Rekstur heimilisins hefur þyngst á undanförnum árum og verið dragbítur á rekstri þeirra sveitarfélaga sem að rekstrinum hafa staðið, segir á heimasíðu Skagastrandar. 
Meira

Sara Björk Þorsteinsdóttir ráðin verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi vestra

Sara Björk Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi vestra eins og fram kemur á vef SSNV.
Meira

Heilun til að safna fyrir viðgerðum

Viðamikilla viðgerða er þörf á húsi Sálarrannsóknarfélagsins að Skagfirðingabraut 9A og til að safna fyrir viðgerðum ætlum við að bjóða upp á heilun til styrktar viðgerðunum.
Meira