Samgöngusafnið í Stóragerði 20 ára og þér er boðið í afmæli á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.07.2024
kl. 09.35
Þann 26. júní náði Samgöngusafnið í Stóragerði Skagafirði merkum áfanga en þá voru liðin 20 ár síðan safnið var formlega opnað. Það var gert af Ársæli Guðmundssyni þáverandi sveitarstjóra Skagafjarðar. Þegar safnið opnaði fyrst var salurinn aðeins 600 fm með lítilli gestamóttöku en á þessum 20 árum hefur mjög margt breyst. Bæði sýningarsalurinn og gestamótttakan hafa stækkað umtalsvert ásamt því að sýningargripunum hefur fjölgað mikið. Það eru nefnilega alltaf að koma ,,nýjar vörur" eins og þeir bræður, Jónas Kr. Gunnarsson og Brynjar Morgan Gunnarsson segja oft á Facebook-síðunni hjá safninu.
Meira