V-Húnavatnssýsla

Átt þú mynd sem færi fallega á forsíðu JólaFeykis?

Það styttist í að JólaFeykir komi út og nú auglýsum við eftir mynd á forsíðu líkt og í fyrra. Ljósmyndarar þurfa að hafa snör handtök því það er aðeins vika til stefnu. Við leitum að mynd sem tengja má jólum, aðventu eða bara fallegri vetrarstemningu.
Meira

Súsanna Guðlaug valin í unglingalandsliðið í frjálsum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt nýtt unglingalandslið 15-19 ára fyrir tímabilið 2024-2025 og hafa 60 einstaklingar náð þessum frábæra árangri. Unglingalandsliðið er valið út frá árangri á utanhúss tímabilinu 2024 og eru skilgreind lágmörk í hverri grein og aldursflokki. Einn Skagfirðingur er kominn inn í unglingalandsliðið í ár en það er hún Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir, með árangurinn 1,57 m í hástökki og 12.90 sek. í 80m grind.
Meira

easyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í gær að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.
Meira

Vetrarveður ríkir á Norðurlandi vestra

Enn er leiðinda vetrarveður, éljagangur og stífur norðanvindur á Sauðárkróki. Veðurstofan gefur reyndar til kynna að nú sé norðvestan 1 m/sek á Alexandersflugvelli en það er nú í það minnsta 10 m/sek á Króknum en það er vel þekkt að norðvestanáttin er leiðinleg hérna megin Tindastólsins. Gert er ráð fyrir því að vindur snúist í norðaustan eftir hádegi og þá vænkast væntanlega veðurhagur Króksara í það minnsta.
Meira

Öll nýsköpunarteymin í Startup Storm á Norðurlandi voru leidd af konum

Sjö nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Á heimasíðu SSNV segir að Startup Stormur sé sjö vikna viðskiptahraðall, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira

Framboð af frambjóðendum nálgast hámark

Það styttist í þingkosningar og pólitíkusar á útopnu við atkvæðaveiðar. Í dag birti mbl.is viðtöl Stefáns Einars Stefánssonar við oddvita allra flokkanna sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi. Á miðvikudagskvöldið mun síðan Sjónvarpið semda út kjördæmaþátt Norðvesturkjördæmis kl. 18:10 á rhliðarrásinni RÚV2.
Meira

Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin.
Meira

Skóli fyrir alla

Meira

Bændur og landið okkar í velsældarhagkerfi

Píratar hafa alltaf verið flokkur sem tala fyrir kerfisbreytingum í þágu samfélagsins. Vandamál nútímans eru nefnilega oftast kerfisbundin og til þess að fá öðruvísi niðurstöður er þörf á öðruvísi nálgun.
Meira

Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli

Á Sauðárkróki hafa verkfallsaðgerðir leikskólakennara haft víðtæk áhrif. Í lítilli, óformlegri örkönnun sem ég lagði fyrir foreldra í síðustu viku komu margslungin áhrif verkfallsins í ljós. Það sem mér finnst vera alvarlegustu áhrifin eru vanlíðan, óöryggi og óvissa foreldra og barna í samfélaginu.
Meira