V-Húnavatnssýsla

Samgöngusafnið í Stóragerði 20 ára og þér er boðið í afmæli á morgun

Þann 26. júní náði Samgöngusafnið í Stóragerði Skagafirði merkum áfanga en þá voru liðin 20 ár síðan safnið var formlega opnað. Það var gert af Ársæli Guðmundssyni þáverandi sveitarstjóra Skagafjarðar. Þegar safnið opnaði fyrst var salurinn aðeins 600 fm með lítilli gestamóttöku en á þessum 20 árum hefur mjög margt breyst. Bæði sýningarsalurinn og gestamótttakan hafa stækkað umtalsvert ásamt því að sýningargripunum hefur fjölgað mikið. Það eru nefnilega alltaf að koma ,,nýjar vörur" eins og þeir bræður, Jónas Kr. Gunnarsson og Brynjar Morgan Gunnarsson segja oft á Facebook-síðunni hjá safninu.
Meira

Kerfisbilun hjá Landsbankanum

Á Facebook-síðu Landsbankans segir að vegna kerfisbilunar sé truflun á ýmsum þjónustuþáttum bankans. Bilunin virðist tengjast þeim vandamálum sem upp hafa komið hjá Microsoft og fleiri fyrirtækjum víða um heim. Eins og stendur er hvorki hægt að skrá sig inn í appið né netbankann. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Landsbankanum á Facebook-síðunni þeirra.
Meira

Strandveiðinni lauk á þriðjudaginn

Síðasti dagur strandveiða var á þriðjudaginn en í ár var heimilt að veiða 12.000 tonn af þorski á handfæri frá 2. maí og átti tímabilið að standa út ágúst. En samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu standa eftir 103 tonn af óslægðum. Rúmlega 380 tonnum var landað á síðasta degi og miðað við fyrirliggjandi gögn hefði umframafli geta orðið talsverður ef lokun strandveiða hefði ekki orðið, segir á ruv.is. 
Meira

Húnabyggð auglýsir eftir forgangsverkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands

Húnabyggð auglýsir eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Húnabyggðar fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands. Þau verkefni sem eru á forgangslista sveitarfélagsins fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opnað verður fyrir umsóknir í haust segir á heimasíðu Húnabyggðar.
Meira

„Við erum allar þarna af sömu ástæðu, við elskum að spila fótbolta“

Það er alltaf nóg af fótbolta hjá Elísu Bríeti Björnsdóttur, 16 ára leikmanns Tindastóls í Bestu deildinni. Hún hefur verið einn af lykilleikmönnum Stólastúlkna í sumar sem og jafnaldra hennar, Birgitta Rún, báðar frá Skagaströnd, en þær hafa átt fast sæti í byrjunarliði Tindastóls og staðið sig hetjulega. Nú á dögunum fór Elísa Bríet með U16 landsliði Íslands á Norðurlandamót U16 kvenna sem fram fór í Finnlandi í byrjun júlí.
Meira

Einn örn og nýtt vallarmet á gulum teigum sett á fimmta móti Esju mótaraðarinnar

Í gær fór fram fimmta mót Esju mótaraðarinnar á Hlíðarendavelli í frábæru veðri þar sem 41 þátttakandi voru skráðir til leiks, 30 í karlaflokki og 11 í kvennaflokki. Margir sýndu góða takta og voru t.d. 26 fuglar settir niður, 23 í karlaflokki og 3 í kvennaflokki, og reyndust holur 1, 6 og 7 vera þær holur sem flestir fuglar náðust á.
Meira

Húnvetningar krækja í markahrókinn Ismael á ný

Húnvetningar hafa verið í pínu basli með að skora í 2. deildinni í sumar en nú gæti mögulega ræst aðeins úr málum því Ismael Sidibe hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Kormák/Hvöt. Hann fór mikinn með liði Húnvetninga í fyrrasumar, gerði þá 18 mörk í 19 leikjum og ef hann heldur því formi áfram með Kormáki/Hvöt eru Húnvetningar í góðum málum.
Meira

Tæplega 70 þátttakendur frá Norðurlandi vestra

Um sl. helgi fór fram Símamótið í Kópavogi þar sem hátt í 70 stelpur frá Norðurlandi vestra í 5.fl., 6.fl. og 7.fl. kvenna voru mættar til leiks. Var þetta í 40. skiptið sem mótið var haldið og voru um 3000 stelpur alls staðar af landinu mættar til leiks. Tindastóll og Hvöt/Fram hafa verið dugleg að senda frá sér lið á þetta mót undanfarin ár og var engin breyting á í þetta skiptið.
Meira

Skátafélagið Eilífsbúar á Landsmóti á Úlfljótsvatni

Landsmót skáta 2024 fer senn að ljúka en það byrjaði þann 12. júlí og lýkur þann 19. júlí. Mótið í ár er á Úlfljótsvatni og eru átta ár liðin síðan síðasta Landsmót var haldið en venju samkvæmt er það á þriggja ára fresti. Eftirvæntingin leyndi sér því ekki hjá mótshöldurum og þátttakendum og var þema mótsins Ólíkir heimar sem var svo skipt upp í fimm svæði, Bergheima, Jurtaheima, Loftheima, Eldheima og Vatnaheima. Skátafélagið Eilífsbúar á Króknum létu sig ekki vanta og fóru 17 manns á mótið. Þar af voru fimmtán krakkar og tveir fararstjórar þau Hildur Haraldsdóttir og Emil Dan Brynjólfsson.
Meira

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal valinn í U21 landsliðið í hestaíþróttum

Á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga segir að undirbúningur fyrir Norðurlandamótið sé á blússandi siglingu og nú liggur fyrir hvaða knapar munu keppa fyrir Íslands hönd í yngri flokkunum. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal í Hestamannafélaginu Þytur í Húnaþingi vestra var valinn í hópinn og hefur verið hluti af honum undanfarin ár.
Meira