V-Húnavatnssýsla

„Sindra kjúlli“ og hrísgrjónaréttur

Matgæðingur vikunnar í tbl. 31 í fyrra var í þetta sinn Elísabet Jóna Gunnarsdóttir sem er fædd og uppalin á Sauðárkróki og af hinum stórfína 70 árgangi. Elísabet hefur búið á Króknum alla sína ævi fyrir utan fimm ár er hún bjó í Reykjavík og er í fjarbúð með Málfríði Hrund Einarsdóttur sem býr í Hafnarfirði. Elísabet starfar hjá RH endurskoðun og á tvíburana, Ólöfu Ósk og Gunnar Stein, sem eru 22 ára.
Meira

Yfir 60 iðkendur á Símamótinu frá Norðurlandi vestra

Um þessa helgi fer fram risa knattspyrnumót fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna í Kópavogi undir yfirskriftinni Símamótið og er þetta í 40. skiptið sem það er haldið. Tindastóll og Hvöt/Fram sendu að sjálfsögðu nokkur lið til leiks og má áætla að það séu yfir 60 iðkendur frá Norðurlandi vestra á svæðinu.
Meira

Samtals 66 frumkvæðisverkefni í fullum gangi í Brothættum byggðum

Á árinu 2024 hlutu samtals 66 frumkvæðisverkefni brautargengi úr frumkvæðissjóðum DalaAuðs, Sterks Stöðvarfjarðar, Sterkra Stranda og Betri Bakkafjarðar. Samtals voru til ráðstöfunar tæpar 64 m.kr. úr sjóðunum í ár, þ.m.t. fjármunir sem bættust við frá verkefnum þar sem styrkfé hafði verið skilað og styrkþegar hætt við verkefni.
Meira

Áfram Ísland!

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar nú tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2025 í þessum landsliðsglugga en liðið þarf þrjú stig til að tryggja sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í júlí á næsta ári. Fyrri leikurinn er á Laugardalsvelli í dag kl. 16:15 en þá kemur sterkt landslið Þýskalands í heimsókn. Fyrir islenska liðinu fer Glódís Perla Viggósdóttir sem er einnig fyrirliði stórliðs Bayern Munchen í þýsku Búndeslígunni en Glódís er ættuð frá Skagaströnd.
Meira

Draumaprinsinn þarf að vera vel fjáður, ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis!

Það ráku eflaust margir lesendum Bændablaðsins upp stór augu þegar þeir lásu blað vikunnar sem kom út í gær, fimmtudaginn 11. júlí, því á bls. 7 er heilsíðu ,,auglýsing" með einstæðum bændum. Tilgangur síðunnar er að finna draumamaka fyrir þessa flottu bændur en þarna var allavega eitt mjög kunnuglegt andlit á ferðinni. Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra og ráðunautur hjá RML, var þar á meðal. Feykir var fljótur að senda henni nokkrar spurningar sem að sjálfsögðu tók vel í. 
Meira

Aðeins 881 tonn eftir af aflaheimildum strandveiðitímabilsins

Á vefnum 200 mílur á mbl.is segir að vís­bend­ing­ar séu um að Fiski­stofa muni stöðva strand­veiðar í næstu viku, en óljóst er hvort síðasti veiðidag­ur verði á miðviku­dag eða fimmtu­dag. Eins og staðan er núna er aðeins 881 tonn eft­ir af þeim 2.000 tonnum sem matvælaráðherra undirritaði breytingar á þann 27. júní sl.. Með aukningunni fór heildarráðstöfun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum upp í 12.000 tonn.
Meira

Krakkarnir í Sumarfjöri í Húnabyggð buðu eldri borgurum á kaffihús í Húnaskóla

Á Facebook-síðu Húnabyggðar var skemmtileg færsla með fullt af myndum af krökkunum í Sumarfjöri, námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára, ásamt eldri borgurum. Síðastliðinn miðvikudaginn buðu þau nefnilega öllum eldri borgurum í Húnabyggð í kaffi í mötuneyti Húnaskóla því þar voruð þau búin að setja upp kaffihús.
Meira

Taka höndum saman til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna undir lögaldri

Lögreglan á Norðurlandi vestra og viðburðastjórnendur Húnavöku og Elds í Húnaþingi hafa tekið höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna undir aldri. Lögregla mun viðhafa virkt eftirlit með áfengislöggjöfinni á báðum hátíðum þar sem skýrt er kveðið á um að engum má afhenda áfengi sem ekki er orðinn 20 ára, miðað við afmælisdag. Þá má heldur enginn sem ekki er orðinn 20 ára neyta áfengis.
Meira

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum haldið í gær

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum var haldið á Blönduóssvelli í gær, þriðjudaginn 9. júlí, og voru þátttakendur alls 76 þar af voru 45 stúlkur og 31 drengur. Yngstu þátttakendurnir voru fæddir árið 2022 og þeir elstu 2014. Allir fengu verðlaunapening og viðurkenningarskjal þar sem árangur þeirra var skráður en keppt var í langstökki, boltakasti, 60m og 400m hlaupi.
Meira

Nína Morgan vann fimmta Hard Wok mót sumarsins

Fimmta Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 35 kylfingar tóku þátt. Veðrið var ágætt og skorið á mótinu var mjög gott. Þarna voru margir að spila virkilega vel og fengu allir vöfflur og með því eftir mót. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna.
Meira