ÓB-mót Tindastóls haldið 22. og 23. júní á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
13.06.2024
kl. 13.43
Það verður líf og fjör á Króknum helgina 22. og 23. júní þegar ÓB-mótið verður haldið. Mótið er ætlað stúlkum úr 6. flokki og segir Adam Smári, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, að þetta verði stærsta ÓB-mótið sem haldið hefur verið á Króknum. Í fyrra var fjöldi keppenda um 600 talsins en í ár verða þeir um og yfir 700 talsins og koma víðs vegar af landinu eða frá 23 félögum. Það má því búast við þónokkurri fjölgun í bænum þessa helgi. Keppt verður á þrettán völlum í ár en fyrstu leikirnir hefjast um klukkan níu á laugardagsmorgninum og verður mótinu lokið seinnipartinn á sunnudeginum.
Meira