Matvælaráðherra úthlutar rúmlega 491 milljónum úr Matvælasjóði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.06.2024
kl. 12.05
Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk upp á alls 491,2 m.kr en 198 umsóknir bárust til sjóðsins. „Matvælasjóður spilar lykilhlutverk til að frjóar hugmyndir og lífvænleg verkefni í matvælaframleiðslu og -vinnslu nái að dafna og vaxa“ segir matvælaráðherra. „Það er jafnframt gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifast nokkuð jafnt á milli kynja og að skipting milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar er í góðu jafnvægi“.
Meira