Brák og Húnaþing vestra auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
01.10.2024
kl. 13.42
Brák íbúðafélag hses. og Húnaþing vestra stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Hvammstanga og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Brák. Aðspurð hvort það skorti húsnæði í Húnaþingi vestra segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitatstjóri þörfina vera ansi mikla.
Meira