Veðrið á kjördag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
29.11.2024
kl. 12.12
Framan af vikunni voru talsverðar áhyggjur af kosningaveðrinu enda gerðu spár ráð fyrir mögulegu óveðri. Norðurland vestra virðist ætla að sleppa nokkuð vel frá veðrinu en verst verður það væntanlega á austanverðu landinu þar sem vindur og úrkoma verða mest. Þannig er spáð skaplegu veðri í Skagafirði á morgun, heldur hvassara í Húnavatnssýslum en alla jafna er aðeins gert ráð fyrir lítils háttar snjókomu á Norðurlandi vestra.
Meira
