29. ágúst kl. 17:00-19:00Hvað er að gerastBorgarröst 1 Sauðárkróki
29ágú
Skagfirðingasveit fagnar sextíu ára afmæli sveitarinnar. Boðið verður uppp á sig og klifur, hoppubelg, rúnt á snjóbílnum og fleira skemmtilegt. Hver veit nema þau enda daginn á flugeldasýningu.
Hugmynd sem fæddist við eldhúsborðið gæti orðið næsta stóra fyrirtæki. En hvernig fer maður af stað? Það er spurning sem margir sem ganga með hugmynd í maganum hafa líklega spurt sig – og svarið gæti nú leynst í nýju verkefni sem fer af stað í haust: Startup Landið, viðskiptahraðall sérstaklega ætlaður frumkvöðlum utan höfuðborgarsvæðisins.
Aðsend Grein:
Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandsins um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018.
Aðsend grein.
Ég þekki engan sem vinnur við sjávarútveg sem ekki vill umgangast lífríki hafsins af mikilli tillitssemi og með eins sjálfbærum hætti og frekast er unnt. Alls engan. Þess vegna svíður svolítið – og eiginlega svolítið mikið – undan því þegar vísindalegar niðurstöður eru að engu hafðar og tiltekin veiðarfæri tortryggð og töluð niður árum saman með dylgjum og jafnvel fullyrðingum sem ganga þvert á það sem sannara reynist. Þess vegna skrifa ég þessar línur og vona að sem flestir gefi sér nokkrar mínútur til þess að lesa þær.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Skarphéðinn H. Einarsson á Húnabrautinni á Blönduósi starfar dagsdaglega sem skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húvetninga. Hann ólst upp á Blönduósi, sonur hjónanna Einars Guðlaugssonar frá Þverá og Ingibjargar Þ Jónsdóttur frás Sölvabakka. Skarphéðinn byrjaði að læra á gítar eftir fermingu, og síðar básúnu og trompet. 24 ára fór hann í blásarakennaradeild Tónlistarskóla Reykjarvíkur og útskrifaðist þaðan 1981.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.