Boðuð hefur verið bygging húss skagfirskrar lista- og safnastarfsemi á Sauðárkróki sem á að vera tilbúin á næstu árum. Það er spennandi verkefni og mun efla samfélagið á Sauðárkróki og víðar. Varðandi starfsemi hússins hefur verið tekið fram að það verði leik- og safnahús en ekki aðstaða til tónlistarflutnings og að Miðgarður í Varmahlíð hafi það hlutverk.
Vegna skrifa í leiðara Feykis þann 2. nóvember sl. þá er vert að minna á að nú, 50 árum eftir Kvennafrídaginn, búa konur enn við kynbundið ofbeldi og misrétti af ýmsu tagi. Í tölfræði og staðreyndum sem aðstandendur Kvennaverkfalls hafa tekið saman birtist grafalvarlegur veruleiki kvenna. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst, það er misrétti í verkaskiptingu á heimilum og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum er að skjóta rótum hér á landi.
Fyrir rúmu ári lét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nú forsætisráðherra, þau orð falla í hlaðvarpinu Chess After Dark að ekki yrði auðvelt að ganga úr Evrópusambandinu eftir að inn væri komið. Þá væri umsóknarferlið að sambandinu alls ekki einfalt. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Nýlega kom út diskur Sverris Bergmann, Fallið lauf, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hugljúf plata sem vel þess virði er að tékka á. Sverrir Bergmann Magnússon ólst upp í góðu yfirlæti í Drekahlíðinni á Sauðárkróki, fæddur árið 1980. Hann segist hafa byrjað að glamra eitthvað á píanó í tónlistarskólanum á Króknum en það hefði dugði skammt. Í seinni tíð hefur Sverrir rifið frekar í kassagítarinn og glamrað á hann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.