Samtal og náttúruganga með SUNN

17. maí kl. 13:30-15:30 Hvað er að gerast Bjarmanes Skagaströnd
17 maí
SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi býður til samtals á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Skagaströnd. Förum fyrst saman í gönguferð um friðlandið í Spákonufellshöfða, skoðum fugla, plöntur og áhugaverða jarðfræði. Einar Þorleifsson náttúrufræðingur sér um leiðsögn.
Því næst verður boðið í kaffi í Bjarmanesi, þar sem fundargestir fá tækifæri til þess að koma sínum hugðarefnum sem tengjast náttúru- og umhverfisvernd á framfæri. Rakel Hinriksdóttir, formaður SUNN, heldur stutta kynningu um samtökin og tekur þátt í fundinum. Samtalið verður á óformlegum nótum, en aðalatriðin tekin saman og tekin fyrir á næsta stjórnarfundi SUNN. Þarna gefst gott tækifæri til þess að forvitnast um og hafa áhrif á starf SUNN.
Látum okkur málefni og rétt náttúrunnar varða.
Mæting verður kl 13.30 við Bjarmanes, gangan verður í ca. 60 mín. Fundurinn verður í klukkutíma, verður í síðasta lagi slitið kl 16.00.
Ljósmynd af kríu og kríuunga: James Kennedy

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.