Diddi Frissa nýr rekstraraðili á Húnavöllum

Nýr rekstraraðili, Diddi Frissa, hefur tekið við á Húnavöllum og er að keyra starfsemina í gang í þessum skrifuðu orðum. Didda langar að bjóða íbúum Húnabyggðar í heimsókn á föstudaginn og bjóða upp á súpu í leiðinni. Gamlir nemendur og starfsmenn Húnavallaskóla eru boðnir sérstaklega velkomnir.

Á vef Húnabyggðar segir að Diddi hafi marga fjöruna sopið í gegnum tíðina og var m.a. í sveit í Vatnsdal og móðir hans bjó á Blönduósi. Einar Valgeir Arason frændi Didda kemur og rekur ættir þeirra hingað norður.

Endilega komið við í góða veðrinu og heilsið upp á nýjan leigutaka Húnavalla!

Fleiri fréttir