112 dagurinn í Húnavatnssýslum

Einn, einn, tveir, eða 112 dagurinn verður haldinn á mánudaginn kemur, þann 11.2. Þema þessa árs er öryggismál heimilisins. Í tilefni dagsins munu viðbragðsaðilar á Blönduósi hittast við slökkvistöðina og að akstrinum loknum verða tæki þeirra til sýnis við slökkvistöðina, milli klukkan 16 og 18. Einnig verður sýnd notkun á slökkvitækjum, hvernig skuli bera sig að við endurlífgun og fleira. Léttar veitingar verða í boði.

Í Húnaþingi vestra hefur verið ákveðið að færa dagskrá dagsins yfir á sunnudaginn 10. febrúar. Þar verður efnt til hópaksturs um Hvammstanga, lagt af stað frá Húnabúð – slökkvistöð klukkan 16:15 og fá allir að fara með meðan plássið leyfir. Akstrinum lýkur svo við Húnabúð þar sem hægt verður að skoða búnað, tæki og fleira, fá sér kaffi kökur og fagna deginum með viðbragðsaðilum í Húnaþingi vestra.              

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir