Áframhaldandi uppbygging gagnavera á Blönduósi

Gagnaver á Blönduósi. Mynd: blonduos.is.
Gagnaver á Blönduósi. Mynd: blonduos.is.

Gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Borealis hefur staðið í umfangsmikilli uppbyggingu á síðustu misserum og lauk félagið framkvæmdum á síðasta ári við nýtt gagnaver á Blönduósi.

Í samtali við Morgunblaðið segir Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að samhliða uppbyggingunni hafi félagið jafnframt lokið við um tveggja milljarða króna fjármögnun vegna hennar. Þessi fjármögnunin ku vera liður í áframhaldandi vexti félagsins á Íslandi og hafi að mestu leyti farið í gegnum erlenda fjárfesta.

Björn segir í viðtalinu að undirbúningur að næsta áfanga á Blönduósi sé nú þegar hafinn og fyrsta fasa í þeirri uppbyggingu sé að ljúka. Áhersla verður lögð á gagnageymslu og ofurtölvurekstur og segir hann að bæjarfélagið sé ákjósanlegur staður fyrir gagnaver. Svæðið búi við örugga afhendingu orku, jarðfræðileg skilyrði séu góð og hættan á umhverfisvá mjög lítil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir