Átaksverkefni til eflingar atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, munu verja allt að 50 milljónum til eflingar atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi vestra til að mæta áhrifum af COVID-19. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar samtakanna þann 7. apríl sl. Er hér um að ræða viðbótarfjármuni sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta af hálfu ríkisins og samþykkt var með fjáraukalögum þann 30. mars, sem og fé samtakanna. 

SSNV auglýsir því eftir hugmyndum að átaksverkefnum sem mögulegt er að ráðast í hratt og örugglega með það að markmiði að efla atvinnu- og menningarlíf í landshlutanum. 

Verkefnin þurfa að hafa skírskotun til Sóknaráætlunar Norðurlands vestra

Hugmyndir skulu sendar í gegnum rafrænt form fyrir 25. apríl 2020. Ekki er tekið við hugmyndum eftir öðrum leiðum eða eftir þann tíma.

„Við hvetjum íbúa á Norðurlandi vestra til að senda inn hugmyndir og stuðla þannig að eflingu landshlutans okkar á þessum undarlegum tímum sem við nú lifum,“ segir í frétt á vef SSNV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir