Auglýst eftir gönguleiðum í Húnavatnshreppi

Fossinn Freyðandi í Vatnsdalsá. Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson
Fossinn Freyðandi í Vatnsdalsá. Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson

Húnavatnshreppur óskar eftir tillögum að nýjum gönguleiðum innan hreppsins til viðbótar þeim sem þegar eru komnar í gagnagrunn, þ.e. Þrístapar, Giljárgljúfur, Reykjanibba, Hnjúkur, Álkugil, Jökulsstaðir, Kattarauga, Fossaleiðin, Vatnsdalshólar og Jörundarfell um Sauðadal.

Um er að ræða átak sem öll sveitarfélög á Norðurlandi standa fyrir til að búa til samræmdan gagnagrunn fyrir gönguleiðir á Norðurlandi. Verkefnið gengur út á það að að safna gögnum umgönguleiðir, hafa allar upplýsingar um þær samræmdar, GPS merktar og aðgengilegar á einu vefsvæði. Á heimasíðu hreppsins segir að þetta muni efla og auðvelda markaðssetningu Norðurlands sem áhugaverðs áfangastaðar fyrir göngufólk.
Engin skilyrði eru um lengd eða erfiðleikastig gönguleiðar en nauðsynlegt að gönguleiðin sé GPS merkt.

Sá nánar á hunavatnshreppur.is.

Tengd frétt: Gagnabanki með gönguleiðum á Norðurlandi í vinnslu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir