Táragasi beitt gegn lögreglu

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Tveir aðilar gista nú fangageymslur lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að lögregla framkvæmdi leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst talsvert magn ætlaðra fíkniefna. Lögreglan naut aðstoðar leitarhunds við aðgerðina. Við aðgerðina var táragasi beitt gegn lögreglumönnum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 sem er gjaldfrjálst símanúmer þar sem unnt er að koma á framfæri ábendingum um fíkniefnamál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir